30 nóvember 2011

síðasti dagur í nóvember

Fór í súpu til Laufeyjar, hitti Örn og fleiri gesti, - og yndisbörnin hennar. Dimmt oh kalt og mikið frost....

seldi nokkrum prestum bænabók í dag,

og sendi á tryggingarfélög

gerði fínt í svefnherberginu annars svaf ég niðri í nótt sökum kulda uppi, uppikulda,

allt svo fínt hérna og verslaði í matinn fyrir 6.þús. hvað var í pokanum?

lífið er dásamleg. t.

29 nóvember 2011

Í dag....

Talaði við Melabúðina
Ríkisskattstjórann
Tók af stað í brekku
var kalt
fór í bókabúðina
Vaknaði hálf tvö með tilfinningu um að það væri verið að búa til spennu
hugsaði um jólaseríur
það er dimmt og kalt
og ég hugsaði um hvernig Lillý Elísabet hefði það í fyrstu kuldunum sínum....

Og svo skipulagði ég útgáfupartý með Lísbet, það tók fimm mínútur¨!

Sund í gær

Fór í dásamlegt sund í gær, 30 ferðir
Ingunn Garpur og Embla komu í heimsókn ótrúlega himnekskt svo falleg
Fór í kirkjuhúsið með bænabækur
á pósthúsið með bænabækur
heyrði í Óskari
það var mánudagur.


Um helgina var ástand sem kallast kústurinn og bollinn... góður titill.

27 nóvember 2011

Það er einsog það sé opið inní einhvern sársauka

*****

Elísabetardagurinn

Í dag er Elísabetardagurinn og þá skiptir mestu að vera á ferðinni og kjurr þess á milli einsog núna ég er að skrifa um daginn, búin að hengja upp þvottinn, það lekur úr þvottavélinni,

það lekur úr þvottavélinni, datt í hug þér kynni að þykja það æsandi,....en þú ert kannski á Kaffi París með elskunni þinni...., -

ég er soldið lítil, sniðug en lítil og alltaf að leita pöbbum þótt ég hafi jarðað minn útí Ameríku og séð aðra jarða hinn útí Fossvogi. En það er kalt og ég er búin að panta göngutúr, og svo ætla ég í gallabuxur, það er stefnan, - á ég, eða á ég ekki, - og ég er búin að setja upp töfradósina í eldhúsgluggann, - og svo langar mig að ryksuga, setja upp jólaseríur, í stofuna, svo jólin verði tilbúin þegar ég er að selja bækur í desember en guð segir mér að hugsa um mig, hugsa um bókina, - .....

24 nóvember 2011

í dag

verða jól eftir mánuð. þá verða ég og hundarnir hér.

23 nóvember 2011

edrúafmæli

19 ár og 1 mánuður

Í dag

setti ég upp jólakúlur í eldhúsgluggann
fékk ég mér te
lagaði til í bókaskápnum
fór á facebók
og hottmeilið
setti teppið á klósettið
og þrjár gyðjur í gluggann
kerti í kertastjakana
tvo ruslapoka útá tröppur
hugsaði um að fara í sund
hugsaði um áfall sem ég varð fyrir 4 ára en þá brann tjaldið og kannski kenndi ég mér um það í staðinn fyrir að vera hetjan
hringdi í lindu
fékk mér heimilisfrið
hugsaði um drauminn þarsem ég bjó á hótelherbergi og tveir menn voru að slást fyrir utan, annar ingi og allt fullt af nikótíntyggjóum
og hugsaði um að norskur kastali væri það sem væri inní mér
hlustaði á fréttirnar
hringdi í prentsmiðjuna
hjartastöðin datt út
bað guð um kærleika
var hrædd
og leið
og það er ljós uppi
og allt óumbúið
og má ég eiga
mitt líf

17 nóvember 2011

Heimsóknartíminn

Ég var hrædd við að snerta hann eða vera næs
það gæti komið eitthvað
ég var auðvitað soldið upptekin af vinnunni minni
en var að hugsa að kannski ætti ég að leggjast uppí honum
einsog við gerðum í vor
en það var einhvernveginn ekki þannig núna
ég vissi ekki hvað ég átti að segja
mér fannst ég langt í burtu
eða hvort hann var langt í burtu
eða við bæði
svo ég greip til þess ráðs að segja þaðan
og það stytti fjarlægðina aðeins.

En það gerðist þó eitt jákvætt
ég gaf honum blóm
og hann tók við því
og setti það á bak við eyrað.

Heimsóknartíminn

Skammaði mig fyrir að fá lán hjá strákunum
fyrir að hafa ekki borðað
sagði mér ég væri þreytuleg
að hann væri hættur við að giftast mér
afhverju ég hefði ekki fengið far hjá Krumma
leit varla á mig
en horfði sjónvarpið
og gaf mér svo pening fyrir leigubíl.

Eftirmáli

Ég fór norður tilað elta strák
það var hið opinbera erindi
ástin
sem hefur leitt mig
á ótrúlega staði
einsog lokaða herbergið
mitt á Kleppi
þarsem ég lokaðist inni
í huganum
eða gleymdist í 30 ár
og úr varð sagan
Heimsóknartíminn
ástin hefur alltaf
verið fyrir mér
einsog að ganga á rekann
lokaða herbergið opnast
og það flæðir inn
ég ræð ekki neitt
við neitt
stjórnleysi og töfrar
svo lokast allt aftur
og lífið gleymist
og allt gleymist
ekki bara lífið
heldur sjúklingurinn í rúminu
börnin og barnabörnin
því sorgin heldur mér upptekinni
og skammirnar dynja á mér
skammirnar og skammirnar
endalausar skammirnar
hvergi friður
kannski var friður fyrir norðan
og hafi mér leiðst var ég búin að gleyma því
og er ég að gleyma lífinu
ástinni
og öllu hér
kannski er þetta bara bull
en ég er komin útúr lokaða herberginu
og þess náði ég erindinu
þótt það hefði gleymst
og allt annað gleymdist
einsog ljóðið um Drangavík

og ég gleymdi erindinu
gleymskan hafði varðveitt það
þangað til núna.

14 nóvember 2011

Góðar hugmyndir

Jóhanna Líf kom í heimsókn um helgina, - það var dásamlegt. Hún leiddi mig í sannleikann um "main-stream" og "hipster!" Hvar væri ég stödd án þessara barnabarna, ein í turni einhverstaðar, úff....., - við fórum á Hróa að fá okkur pizzu, í Þjóðleikhúshúsið að sjá Hreinsun, og í sund á sunnudeginum og þegar ég ætlaði að "beila" á því þá sagði Jóhanna, þú gætir nú fengið góðar hugmyndir í heita pottinum amma og þá meinti hún í sambandi við bókina mína.

Jóhanna Líf kom í heimsókn

12 nóvember 2011

11.11.11.

Þetta er einsog heill her þessi dagsetning, - full tungl, ég elska kærastann minn. Jóhanna er í heimsókn, - yndislegt. Kraftaverk gerðist í formálanum. Svo sá ég Lillý í dag. En við Jóhanna fórum á Hróa og erum búnar að vera í tölvunum og horfa á teiknimynd. Allt er fínt heima.

10.nóvember

Vann í formálanum.... það er ekki hægt að leiðast þessi formáli, ekki lengur. Svo fór ég á fund með Laufeyju, það var að koma fullt tungl, - og það var góður dagur.

09 nóvember 2011

Appelsín á Hlemmi

Fór í sjúkraþjálfun, - eignaðist fyrsta kaupandann í strætó, .... rigning, kíkti í búðirnar og keypti strætómiða og appelsín í gleri á Hlemmi, - lífið er dásamlegt!

Handabandið 8.nóvember

Tíminn er slóttugur,..... þarna stillir hann öllu upp fram og aftur, fjörutíu árum síðar kemst maður inní bakaríið og þá er þar útgerðafyrirtæki, - makrílveiðar og súkkulaðisnúðar renna saman í eitt, -

kraftaverkið gerist.... handaband....

07 nóvember 2011

Það rignir og rignir í æðra veldi og svolítið hvasst ef ég má orða það svo, kærastinn fór til tannlæknis, ég kveikti á reykelsum og kertum tilað gleðja hann.

06 nóvember 2011

Velkomin framtíð

Fór útað borða með Óskari í gær, Grillhús Guðmundar, sá ekki Guðmund, en maturinn og samræðurnar allar athygli verðar, held að ég sé skáld, fékk minnimáttarkennd þegar ég hugsaði að gefa út bók, líka þegar það er orðið svona áliðið, -

það er orðið áliðið, alltaf fallegt seiðandi orð, -

áliðið, .....

Svo fórum við á fund, það var soldið yfirþyrmandi og undirþyrmandi, - gott að komast heim, góður fundur og ég rifjaði upp þegar ég fékk litla sæta andlega vakningu í States, um að guð treysti mér, takk guð og góða gyðja, sem sagði mér að þemban og remban stafaði af ótta við framtíðina,

svo nú þarf ég að skrifa framtíðarbók,

eða bara bjóða framtíðina velkomna,

velkomin framtíð,

ég lofa að vera ekki alltaf í núinu svo þú komist að, -

já og svo fór í klippingu og litun, það mikla kvennahof....

05 nóvember 2011

Lillý fær pizzu og pepsiiiiii

Bauð Lillý uppá pizzu og pepsi en hún vildi frekar mjólkurmóðina. Ég er að fara á date í kvöld og hálfkvíði fyrir, líka í klippingu og hugsa um handritið mitt, hvort ég eigi að gefa út nýja bók.

04 nóvember 2011

Ný bók

jæja, það er best að draga frá, - ég elska útvarpið, - það kemur rödd úr því og list, auglýsingar og allt, - ég var að passa Emblu í gær og sagði henni sögur af Ellu Stínu og bernskubrekum hennar, henni fannst langmest gaman að heyra um kýrnar og slamp, slamp, slamp, (sem heyrðist þegar þær kúkuðu) - Neglurnar eru loksins að taka við sér, og Ellý Vilhjálmsdóttir syngur þín hvíta mynd.............. um svarta nótt. Ég er að hugsa um að gefa út nýja bók:

Stelpan á Seljanesi við Ingólfsfjörð

Og fjallið

Ég vaknaði svo snemma að ég náði að hlusta á Óskastundina, uppáhaldsútvarpsþáttinn minn, annars er ég döpur og leið og daðla og langar til útlanda, bara aðeins að breyta um umhverfi, hugsa stöðugt um að fara til Heklu til vina minna þar, og fjallið.

03 nóvember 2011

Hreint hjarta á norðurhveli jarðar

Ég var svo ör í gærkvöldi ég gat ekki sofnað, hlakkaðí svo mikið tilað VAKNA OG hver hugmyndin rak aðra, ég hugsaði: Hvað gerði mig svona öra? Var það þegar Garpur kom og sagði það væri gott að skella sér í heita pottinn, svo fékk þá hugmynd að Garpur væri snillingur sem hann er og ætti að vera að vinna í mannlegum samskiptum, því slíkt hreint hjarta finndist ekki á norðurhveli jarðar.

Síminn á silent

1.nóvember átti Hrafn afmæli, hringdi í hann, hann var í labbitúr með Írisi á Ægissíðunni, svo var eitthvað meira, já þetta var þriðjudagur, ég fór og passaði Emblu, hún var sofandi í bílnum, vaknaði og fékk sér kjúkling, skyr og vínber, svo söng ég "lögin mín" og las Barbapabba, en á endanum sofnaði hún ein í rúminu sínu og fallega herberginu sínu, og ljós frá fjólubláa lampanum. Óskar hringdi í mig en ég var með símann á silent.