01 nóvember 2008

Auðmennina heim!!!!

Einu sinni vildum við fá handritin heim. Við fengum þau heim, við stóðum tárvot á hafnarbakkanum tilað taka á móti þessum sundurnöguðu skinnum. En nú er annað brýnna, enda hitt í höfn, og það er "auðmennina heim" svo við getum aftur staðið tárvot á hafnarbakkanum, það hafa verið uppi kröfur um þetta en aðeins einn gefið sig fram, Hannes Smára búinn að lýsa því yfir að of geyst hafi verið farið í útrásinni og hann ætli að brjóta sparibaukinn sinn ef það mætti verða til þess að hjálpa einhverjum. Mér fannst þetta nú soldið flott hjá honum, bera vott um hugrekki, en það hefur enginn sýnt honum áhuga, ekki minnsti vottur, smá klausa á visir punktur is. Og ekki meir. Svo kannski hefur átt að vera svona, auðmennina heim - nema hannes.

Engin ummæli: