06 nóvember 2011

Velkomin framtíð

Fór útað borða með Óskari í gær, Grillhús Guðmundar, sá ekki Guðmund, en maturinn og samræðurnar allar athygli verðar, held að ég sé skáld, fékk minnimáttarkennd þegar ég hugsaði að gefa út bók, líka þegar það er orðið svona áliðið, -

það er orðið áliðið, alltaf fallegt seiðandi orð, -

áliðið, .....

Svo fórum við á fund, það var soldið yfirþyrmandi og undirþyrmandi, - gott að komast heim, góður fundur og ég rifjaði upp þegar ég fékk litla sæta andlega vakningu í States, um að guð treysti mér, takk guð og góða gyðja, sem sagði mér að þemban og remban stafaði af ótta við framtíðina,

svo nú þarf ég að skrifa framtíðarbók,

eða bara bjóða framtíðina velkomna,

velkomin framtíð,

ég lofa að vera ekki alltaf í núinu svo þú komist að, -

já og svo fór í klippingu og litun, það mikla kvennahof....

Engin ummæli: