18 október 2012
Ímyndað samtal á októberkvöldi
eg hélt þér líkaði ekki við matreiðsluþætti
hvað meinarðu. 
nú þú talar þannig að það sé allt fullt af matreiðsluþáttum og þú þolir það ekki.
hvað má é ekki horfa á þáttinn.
jú jú. 
en hvað
horfðu bara á hann. 
má ég það
endilega
þögn
þú hefur bara miklu meiri áhuga á því sem þessi matreiðslukona er að elda heldur en á ljóðunum mínum. 
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli