07 september 2008

Englaraddir

Ég heyrði loks í Jóhönnu og Mánadís, ömmustelpunum á Spáni, Alexía var að gista, þær voru svo skemmtilegar og frábærar, og sætar, svo horfði ég á danskeppni, kannski get ég dansað í búrinu á Ísafirði, Lísbet vinkona mín á Ísafirði ætlar að setja mig inní búr, loksins ljónabúr handa Elísabetu ljónsmakka,

Lísbet! Það verður að vera fyrir 1. nóvember. Eða eftir áramót. Jamm.

Ég get dansað og borðað smákökur í búrinu.

Katrín Dagmar stórvinkona mín er að fara til Austurríkis, við fórum saman í sund sl. fimmtudag og ég varð vitni hvernig hún barðist hetjulega við geitunga meðan hún lá í öllum pottum laugarinnar, ég kalla það Geitungadansinn í laugunum, en Katrín er dansari og er að fara að heiman!!! Til Austurríkis, til Mozart. En þau eru bæði snillingar. Hennar er óskað góðrar ferðar og vonandi kommenterar hún frá Austurríki á Heimsveldið.

Kristín Bjarnadóttir fór líka heim og ég saknaði hennar, engin Kristín í húsinu þegar ég kom heim, við vorum næstum farnar að rífast um tangó, ég þóttist vita svo mikið um tangó og vita allt betur en hún, en við fengum okkur hafragraut og fórum í bíó og það var svo yndislegt að hafa hana, ég er að vona hún sé hér enn en hún er byrjuð í spænskunámi svo næst þarf ég sennilega að fara til Argentínu, Ella Stína Argentína, tilað hitta hana og krækja fyrir horn.

Ég er komin á bíl núna, en það hringir enginn sætur í mig, eru karlmenn svona hræddir við mig, þora þeir ekki að hringja og bjóða mér í bíó, ég ákvað nefnilega að hætta að hringja í þá, ég er búin að fá mér stiga og ætla að klifra uppí hann og bíða eftir að þeir hringi.

Svo drakk ég marga djúsa í dag.

Kristín hans Jökuls er komin til Íslands og þá lifnar Ísland heldur betur við, hún er alltaf að verða sætari og fallegri, og kannski förum við í sund, ég var að kaupa mér nýjan sundbol sem heitir TIKINI, ekki bikini, heldur tikini, og það var svo yndislega meiriháttar að fá hana til landsins, hún er að gera rannsóknir, ég held hún sé eina manneskjan í fjölskyldunni sem getur gert rannsóknir af einhverju viti, hún tildæmis er núna að rannsaka hvernig Embla Karen fer að því að skríða, ég hafði allsekki gert mér grein fyrir því að það er rannsóknarefni, en Kristín segir þetta sé mjög tæknilega erfitt!!!!!!!!!!!!!!!!

Það er líka stundum tæknilega erfitt að vera Elísabet.... say no more. Snæbjörn sagði að ég væri stofnun. Kristín segir að ég sé blóm. Ég ætla segja Snæbirni það.

Hey og svo var bankað á föstudagskvöldið. Viti menn og Ingunn tengdadóttir mín stóð fyrir utan!!! Og þær mæðgur kíktu í bláa sófann og Embla Karen hallaði undir flatt. ´

Ég gerði mér strax grein fyrir hvað það er tæknilega erfitt!!!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elísabet, þú.
(er eftir mig eftir að hafa hlustað á of margar ræður í gær...)

Búrið er laust fyrir þig allan október. Held að það sé tilvalið að þú komir í það þá!!!

(og svona til hliðar, þá er BÚRIÐ minnsta gallerý í Evrópu, einnoghálfur fermeter með veggjum úr gleri. minnir dulítið á fiskabúr en það er samt löngu liðin og allt of oft sögð saga.)

Hvað væri magnaðara en það að eiga Ellu Stínu í BÚRI!.

Nafnlaus sagði...

þá er ellastína loksins komin á sinn stað, engar áhyggjur, næg athygli og kexkökur að maula.

ellastína vonandi í búri.

Kristín Bjarnadóttir sagði...

já það var svo gaman hjá okkur og þú og húsið hreinasti galdur sem er gott að vera inní.
sakna þín líka knús /k

Nafnlaus sagði...

Húsið hreinasti galdur sem gott er að vera inní, takkkkkk,

og þú ert líka galdur,

ekj