13 september 2008

Miklihvellur

Ef ekki tekst að sanna að upphaf heimsins hafi orðið í Miklahvelli inní hinni miklu sáðrás í Sviss, þýðir það þá að að Miklihvellur sé ekki til.

Ef ég get ekki sannað ást mína er hún þá ekki til.

Þarf ég alltaf að vera sanna alla hluti, má ég ekki aðeins slappa af, theinkjú, já takk, gefmér appelsín og niður með axlirnar.

Og ef ég bara staldra smá við, takk já, þá heyri ég kannski drunur getnaðarins og fatta að stjörnurnar, alheimurinn, eru bara sáðfrumur á leið sinni að hinu heilaga eggi.

Ha ha ha. Hvar eru Higgs and Hawkins núna!!!!!!! Ha ha hí hí hí.

Engin ummæli: