01 janúar 2009

Gleðilegt ár

Elskurnar mínar nær og fjær á fjallvegum og nærliggjandi hamingju og gleði óskar Ella Stína öllum aðdáendum heimsveldisins.... vonir og óskir lifi og dafni, stjörnur skína, englar glitra,

takk fyrir gamla árið... 2008

við hafið undir stjörnuhimni er 2009 að skríða að landi.

og líka hér í Grænuborg hjá Stínu og Jökli og hundunum þeirra,

og úti á svölum sá ég Júpíter og tunglið,

og gleðina. Takk.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gleðilegt ár mamman mín ! takk fyrir það gamla og góða :) Við Emblan situm hérna og dúllum okkur og óskum þér gleðilegs árs :)

Garpur og co.

Katrín sagði...

Gleðilegt nýtt ár vinkona!

Nafnlaus sagði...

gleðilegt ár garpur og embla og ingunn, það voru álfar hér í nótt, ég var að passa hundana meðan unga fólkið fór í partý,

allt er dásamlegt, mamma og amma

Nafnlaus sagði...

já hugsaðu þér, katrín, nýtt ár, ég var soldið hrædd við þetta ár, en tek því fagnandi, fékk svogóða tilfinningu fyrir því hér í nótt, enda svalirnar til reiðu og álfarnir dansandi,

knús í þitt hjarta, elísabet

Nafnlaus sagði...

Óska þér gleði og kæti á nýju ári, og megi lukkan vera með þér. :) :)
Knús.
Þóra J.

Nafnlaus sagði...

takk, hef soldið hugsað til þín, gaman að fá kveðju, ég var síðast að hugsa til þín í dag þegar ég skoðaði bækur, minnisbækur,

ég er að skrifa núna í þessa sem þú gafst mér,

knúsblúshússús, ellastína