11 apríl 2010

Morgunverk í hádeginu

Ég svaf ekki hjá neinum í nótt svo það er frá engu að segja en var að gera Feng Sui í allan gærdag og búin að taka allt niður af veggjum nema rauðu slæðuna frá Bagdad Café og bráðum neyðist ég tilað fara útað labba og fá súrefni og labba og labba og labba í bókabúð með bænabækur því það vantar, gaman hvað ég fæ mörg komment hér á síðuna, og Tjaldurinn kominn í Trékyllisvík og vaknaði uppí reiði útí fyrrverandi manninn minn og bað guð að taka reiðina frá mér, halló, hvar er framtíðin, er ég föst í fortíðinni, NEI, en meira Feng Sui, Jökull kynnti mig fyrir þessu, maður á víst sérstaklega að hugsa um anddyrið og svo koma hundarnir á morgun og ég er að viðra mottu útá tröppum sem eru einskonar svalir og það þarf að múra tröppurnar og ég hugsa um hendur, eða öllu heldur arma.... og hvað er það sem ég ekki sé, og gleðina, ég er að forrita mig uppá nýtt með gleðinni, setja inn gleði í staðinn fyrir allt draslið, dreslið, jebb... þetta er uppá Skólavörðustíg þessi bókabúð.