27 september 2010

Höllin sem hundur

Höllin trítlaði við hliðina á mér og þegar við mættum einhverjum settist hún niður. Voðalega er þetta hlýðin höll, sagði sá sem við mættum. Svo spjölluðum við saman góða stund og svo hélt ég áfram með höllina. Þú heldur að ég sé hundur, sagði höllin þá. Hundur? Já, þú hefur mig í bandi, gefur mér hundamat, lætur mig setjast, klappar mér og hvaðeina, afhverju heldurðu að ég sé hundur. Það ert þú sem hefur alltaf heimtað að vera hundur, sagði ég þá.

Engin ummæli: