24 janúar 2011

Óöryggi og hamingja

Ég gekk meðfram sjónum tilað fylla á hjartað, sá dansandi þang, brotna öldu, æðarhjón í öldunni, máva á stjakli, sofandi steina, og þegar ég hafði fyllt á hjartað varð ég svo óörugg, að ég hélt hann væri að fara frá mér, en skildi að þetta er gamla óöryggið sem aðeins verður kveðið niður með hamingjunni.

Engin ummæli: