28 september 2011
Eitthvað nýtt
Það rignir og ég er að fá mér súpu, það rignir mjög mikið, ég heyri í regninu, það er núna að fara í rennurnar, það eru göt á rennunum, og smá vindur í greinum trjánna, geri ráð fyrir að hafið sé á sínum stað, fór í sjúkraþjálfun í dag og svo í kínverska búð, þarsem fengust fallegir hlutir og kókómjólk og grænn púði, blómsturpottar og bollar með hestum á. Ég keypti mér litla kók og kókosbollu í sjoppu á Hlemmi og hitti strák sem fannst fundir ekki fyrir sig, þetta er bara fólk að rifja upp eitthvað, sagði ég, of mikið talað um guð, sagði ég, hvenær hefur guð gert einhverjum eitthvað annars er ég of vanmáttug að tala um guð, en í dag ákvað ég að gera eitthvað nýtt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli