26 september 2011

Óskar í sófanum

Já í Einari Ben, áðan fann ég liljulykt, kom hún að utan eða úr mínu heilabúi, það er létt tónlist í útvarpinu, maðurinn sem ég elska er enn hér að drekka kaffi og návist hans er yndisleg og hann er í fallegri skyrtu, köflóttri, og gallabuxum og ég er skotin í honum, á einum stað, - það er kveikt á hinni tölvunni, og tré fyrir utan gluggann minn, síminn á borðinu, ég var að hringja í fyrirtæki og ég gæti hugsað´mér að kveikja á rauða kertinu, svo eru ljóðabækur eftir Heimi Má, og ég er að hugsa um nokkur leikrit og er með hausverk, hásinabólgu, þursabit, flökurleika, en efasemdum um lífið fer fækkandi, ég hugsa um litlu Jökulsdóttur sem er svo nýkomin í heiminn....

Engin ummæli: