Ella Stína: Hefur þú einhverntíma staðið kyrr. 
Elísabet: Já en þú?
Ella Stína: Hvar?
Elísabet: Í biðröðum og víðar. 
Ella Stína: En hefur þú staðið kyrr í sjö ár. 
Elísabet: Sjö ár. 
Ella Stína: Já. 
Elísabet: Nei. Hefur þú gert það. 
Ella Stína: Ég hef staðið kyrr í sjö ár. 
Elísabet: Afhverju gerirðu það?
Ella Stína: Ég veit það ekki, ég man það ekki lengur. 
Elísabet: Og stendurðu ennþá kyrr. 
Ella Stína: Já, ég þori ekki að hreyfa mig. 
Elísabet: Afhverju ekki. 
Ella Stína: Þá reynir gleðin að reyna að komast inní mig. 
Elísabet: Gleðin? Er það ekki fínt?
Ella Stína: Það er ekkert pláss fyrir hana. 
Elísabet: Nú, það var leiðinlegt. 
Ella Stína: Ég er bólgin af reiði og bráðum svíf ég uppí loftið. 
Elísabet: Skildu reiðina eftir og komdu til mín. 
Ella Stína: Ert þú tóm?
Elísabet: Tóm?
Ella Stína: Já tóm svo það sé pláss fyrir gleðina. 
Elísabet: Hvernig tóm? 
Ella Stína: Þetta er svo mikil gleði. 
Elísabet: Tóm gleði?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli