05 febrúar 2012
Venjuleg rödd á venjulegu kaffihúsi
Ég hlustaði ekki lengur á kjaftæðið. Hann var einsog röddin í mér sem alltaf er að hræða mig, og segja mér skelfilega hluti, og láta mig ímynda mér þá. Þarna var hún lifandi komin. Holdi klædd. Að drekka úr kakóbolla. Bara svona ósköp venjuleg rödd á venjulegu kaffihúsi. Einsog hún gæti birst hvar sem er og hvenær sem væri, ég væri hvergi óhult fyrir henni, og alltíeinu var nóg komið. Orð mín og rökræður höfðu ekki dugað, eilífar endurtekningar, bænir höfðu ekki dugað. Svo áðuren ég vissi af var ég búin að slá hann utanundir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli