Yngsta barnabarnið mitt á afmæli í dag, hún Mánadís, Mánadís, Mánadís, - til hamingju hamingju hamingju hamingjusól. Mánadís er sjö ára og er sumarbarn. Hún býr á Spáni. Og skrifaði mér einu sinni póstkort sem er svona: 
Elsku amma Elísabet
Þetta er spænsk geit, hún er með sólgleraugu. Því það er svo mikil sól núna. Ég er orðin sex ára og er komin með tvær fullorðinstennur. Niðri á vatni á ég lítinn kastala. Bláu drekaflugurnar passa hann fyrir mig. 
Mánadís
Einu sinni þegar ég kom að heimsækja þau öll og var að fara heim sagði Mánadís þegar hún kvaddi mig: Gættu þín. 
TIL HAMINGJU MÁNADÍS. SYNGJUM AFMÆLISSÖNGINN. 
Ég elska þig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli