12 júní 2008

Eitt merkilegt

Ég átti mann í fjórtán ár, það er langur tími, við vorum mjög ástfangin, svo lentum við í hakkavél alkóhólismans, svo skildum við, hann átti frumkvæðið, þá voru tvíburanir fimm ára. Til að gera langa sögu stutta þá eru sextán ár síðan við skildum og það er fyrst núna sem einhver úrvinnsla virðist eiga sér stað, í draumlífi mínu, ég hef auðvitað unnið úr skilnaðinum með skrifum, á fundum, hjá sálfræðingi og svo framvegis, en mig dreymdi manninn bara ekkert í þessi sextán ár fyrren núna, þá eru tvíburarnir farnir að heiman, og þá virðist einhver úrvinnsla eiga sér stað, þetta er merkilegt, ég virðist hafa elskað þennan mann og ást virðist vera mjög merkileg.

*

Líka af því hún virðist vera lífræn.

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, það er skrítið, ástin er vera, sjálfstæð vera, lífrænt dæmi, fiðrildi, tré,

fegurð, spenna, óvænt, erfiðleikar.

Nafnlaus sagði...

Hvaða maður er þetta, er hægt að gúggla hann?

Nafnlaus sagði...

Já, gúgglaðu hann bara, undir: Maðurinn hennar Elísabetar... ha ha ha ha. Nei fyrrverandi.

Nafnlaus sagði...

ég gúgglaði og það kom: Elísabetu er ekki ætlað að eiga neina menn því hún var svo vond við þá í fyrra lífi.

Nafnlaus sagði...

Nú, hvað gerði ég?

Nafnlaus sagði...

þú hélst framhjá.

Nafnlaus sagði...

sorrí elísaebet þetta var ég friðgerður. þú manst reglurnar.

Nafnlaus sagði...

hélt ég framhjá?

Nafnlaus sagði...

já og þú borgaðir aldrei vændiskonunum?

Nafnlaus sagði...

vændiskonunum?

Nafnlaus sagði...

já, þegar þú varst karlmaður í fyrra lífi.

Nafnlaus sagði...

er því blandað saman?

Nafnlaus sagði...

já, þetta er allt komið í alheimssúpuna.

Nafnlaus sagði...

en get ég keypt mér mann?

Nafnlaus sagði...

áttu pening?