01 júní 2008

Ljóðið hans Garps

Undur og stórmerki gerðust í lífi mínu, Garpur orti útskriftarljóð til mín, ég er búin að syngja það óteljandi sinnum, það er guðdómlegt. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

*

FYRIRMYNDARBÖRN

Ég er búinn að hafa 24 ár,
til að koma henni til manns,
búið að kosta blóð,svita og tár,
og skilja eftir sig mörg ör og sár.

Margar bækur, ljóð og sögur,
klúrin ljóð og ein saga misfögur,
öll þessi ár með leikhúsæði,
og loks hún fór að læra þessi fræði.

Loks ég fekk hana á skólabekk,
þrjú ár, vakna snemma, læra heima,
alla athygli að sjálfsögðu hún fékk,
svo með írskum draugum hún fékk að sveima.

*

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott ljóð !!!
Til hamingju með útskriftina Elísabet
Kv. Hrönn Sig

Nafnlaus sagði...

Já, þetta er með allra bestu ljóðum og vekur gleði í hjörtum mannana,

takk kærlega fyrir kveðjuna,

Elísabet