31 maí 2008

Ég útskrifast

Ég útkskrifast í dag og það verður frábært, um að gera að gleyma allri félagsfælni og siðahrolli, og njóta þess, að ég hef mætt í skólann hvern einasta dag í þrjú ár, aldrei verið veik, varla komið of seint og lært alveg óskaplega mikið og margt, þessi skóli er alveg búin að breyta lífi mínu, yndislegur skóli og BEKKURINN MINN ALVEG YNDISLEGA STÓRKOSTLEGUR, ég elska þau, gáfuð, yndisleg krútt, lifi leikhúsið, jæja, þeir sem vilja senda mér blóm, skeyti og gjafir sendi það bara heim til mín og hengi á hurðarhúninn. Ég verð í hvítum kjól og svörtum skóm, eða gylltum kjól og írsku skónum með fíflahala....

Ingunn tengdadóttir mín og ömmustelpan Embla Karen verða viðstödd útskriftina og kannski Garpur ef hann kemst.

Til hamingju Elísabet.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ mamma, takk fyrir okkur! og til hamingju með þennan hrikalega flotta árangur í listaháskólnum! ég sendi þér kveðju á blogginu mínu:)

Nafnlaus sagði...

æ Garpur, þú ert svo yndislegur og ég gleðitár við að hugsa um þegar við fórum út að borða, Embla Karen er greinilega algjör heimsdama þótt hún sé bara þriggja mánaða og á bara að vera á fínustu veitingastöðum, og Ingunn þú ert svo yndisleg að vera til staðar fyrir mig á útskriftinni.

takk yndislega fólk, ég er svo heppin að eiga ykkur að,

stuðningur og ást, ykkar mamma, tjéið og amman

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Innilegar hamingjuóskir frá Sverige!!!

Nafnlaus sagði...

já, það er gott að fá hamingjuóskir úr þeirri átt með tilliti til nóbels-ræfilsins,

tuskunnar, hm... já takk fyrir það, ég fléttaði mér hala úr fíflum.

útskriftin gekk vel, ég datt ekki á gólfinu, og gólfið gekk ekki í bylgjum.