27 maí 2008

Ég og Bob Dylan

Elínu Öglu fannst að Bob Dylan ætti að sofa hjá mér, hún hugsaði þetta - bara ósjálfrátt - á tónleikunum. Hann þarf bara að sjá hana, hugsaði hún svo. Á meðan var ég að troða mér upp hægri vænginn og allir þessir öryggisverðir höfðu þau áhrif á mig að mig langaði að afklæðast og hlaupa í snatri fyrir framan sviðið og hrópa Hæ Bob. Og vita hvort ég fengi að halda ræðu um hin íslensku öræfin. En Elín Agla sagði að karmað væri komið í gang og þetta myndi sennilega gerast einhverntíma í haust. Ég og Bob Dylan.

Engin ummæli: