28 maí 2008

Konan talar við reiðina

Konan: Hvað hefur þú gert fyrir mig sem enginn annar hefur gert?
Reiðin: Finnst þér þetta svaravert.
Konan: Mig langar að vita það.
Reiðin: Ég ansa þessu ekki.
Konan: Annars nenni ég ekki að tala við þig.
Reiðin: Eru þetta þakkirnar fyrir allt sem ég hef gert.
Konan: Hvað hefurðu gert.
Reiðin: Það er ég sem ætti ekki að nenna að tala við þig.
Konan: Hættu þá að tala við mig.
Reiðin: Jæja, einmitt.
Konan: Ég vil samt fá að vita það.
Reiðin: Þögn
Konan: Þú hefur ekkert gert fyrir mig.
Reiðin: Þögn
Konan: Þú ert bara ömurleg, ömurleg reiði sem hefur eyðilagt og rústað lífi mínu.
Reiðin: Þögn
Konan: Ég tala aldrei við þig aftur.
Reiðin: Þú ætlar þá kannski að vera án reiðinnar.
Konan: Þögn
Reiðin: Mér þætti gaman að sjá það.
Konan: Þögn
Reiðin: Þú ert glötuð án mín.
Konan: Þögn
Reiðin: Þú getur varla sýnt reiði.
Konan: Þögn
Reiðin: Þú getur ekki verið reið.
Konan: Þögn
Reiðin: Hverfur bara inní einhverja sjálfsvorkunn.
Konan: Þögn
Reiðin: Og fýlu, ertu í fýlu, en gaman.
Konan: Þögn
Reiðin: Svo springurðu.
Konan: Þú ert ömurleg.
Reiðin: Ég vann.
Konan: Vannst hvað.
Reiðin: Þú byrjaðir að tala við mig.
Konan: Og hvað með það.
Reiðin: Á ég að segja þér hvað ég hef gert fyrir þig sem enginn annar hefur gert.
Konan: Ég vil ekki vita það.
Reiðin: Viltu ekki vita það?
Konan: Nei, ég kæri mig ekki um það.
Reiðin: Ég loka fyrir kærleikann.
Konan: Kærleikann.
Kærleikurinn: Það er kominn tími á þriðja sporið.

Engin ummæli: