01 maí 2008

Afmælið mitt

Afmælið mitt var einsog í kirkju, allir svo glaðir, prúðbúnir og eitthvað heilagir, enda ég í hvítum kjól af Elísabetu ömmu minni, hann var hvítur með silfursprungum, ég setti líka upp giftingarhringinn hennar sem ég hafði geymt í bankahólfi, af því hann var svo dýrmætur og passaði heldur ekki á mig, alltof lítill, en viti menn einsog afi Kristjón sagði, hringurinn passaði á afmælisdaginn.

Og ég ætlaði að giftast þeim sem hefði beðið mín, og var með skipstjóra á staðnum en skipstjórann mega gefa saman ef giftingarandinn hleypur yfir fólk, en ég er að fatta það núna að ég hefði alveg getað beðið hans, ekki lengur, en beðið hans á staðnum, en kannski eru för eftir hné mín einmitt þar ef grannt er skoðað og strokið yfir gólfið.

Engin ummæli: