23 maí 2008

Hvað opnaði maðurinn næst?

Svo opnaði hann ísskápinn og konan var furðulostin, ætlaði hann að setjast að, var hann svangur, var hann að gera birgðakönnun, vissi hann ekki hvar hann var, hélt hann að hann væri kominn heim, eða væri staddur hjá móður sinni, konan horfði á ljósið í ísskápnum og það var eiginlega ekkert þar, egg, beikon, gamalt engifer, lýsisflaska, mjólk, gamlar kartöflur, kerti, rjómastautur... maðurinn lokaði aftur ísskápnum eftir að hafa sópað öllu í ruslið, gáði líka í frystinn og saknaði þess að finna ekki klaka í frystinum. Konan kíkti inní ísskápinn eftir að maðurinn hafði sópað öllu út. Það var einsog þessi ísskápur ætti engan eiganda. Og það þyrfti að þrífa hann. Hann setti allt í hvítan ruslapoka. Og gerði þetta allt þögull. Þögnin er fyrir elskendur, sagði hann.

Engin ummæli: