23 maí 2008

Skartgripaskrínið

Kannski var maðurinn eitthvað sætur, kannski kom hann á viðkvæmu augnabliki, kannski var konan svo forvitin, og hissa þegar hann hafði opnað dyrnar með sínum eigin lykli að því er virtist vera og opnaði svo skartgripaskrínið. Konan var kannski svona veik fyrir því að hann opnaði skartgripaskrínið af því hún opnaði það aldrei sjálf, hún var bara alltaf með sömu skartgripina og var ekkert að skipta eða láta þetta standa opið eða leyfa barnabörnunum að leika sér að skartgripunum svo þegar hann opnaði skartgripaskrínið fannst henni það nánast einsog vísbending frá alheiminum, og tók svo eftir því að hann lét skartgripina renna í vasa sinn. En fattaði ekki neitt og hélt að maðurinn væri töframaður en ekki innbrotsþjófur.

Engin ummæli: