22 maí 2008

Snuðrarinn

Einu sinni var maður sem opnaði allar læstar hirslur hjá einni konu, hann var snuðraði og var að snuðra, ég veit ekki afhverju.... kannski var hann bara snuðrari. Eða svona óöruggur og varð að vita hvar allt var svo hann væri öruggur.

Fyrst fannst konunni þetta eitthvað heillandi og rómantískt að það væri verið að opna allt hjá henni, en svo þegar hann opnaði hryggsúluna þá fattaði hún að það var eitthvað bogið við þetta og hún þyrfti kannski að gefa leyfi eða opna þetta sjálf. Eða biðja hann um að opna hryggsúluna.

En ekki að það kæmi einhver töframaður: Ó, hryggsúlan er læst, ég opna hana fyrir þér, ójá takk töframaður, ... lásasmiður kannski, er hann enn á ferð. Maðurinn gat ekki verið í kringum konuna nema hann vissi nákvæmlega hvað væri inní henni, því hvað hann ætlaði hann að gera við það, já þetta er skrítin saga.

Engin ummæli: