20 maí 2008

Í gullkjól af ömmu

Ég er alltíeinu farin að ritskoða bloggið mitt, hvað ég eigi að skrifa og hvað ekki, þá bara kafna ég, lífið er svo stutt og bloggið svo langt, mig langar rosalega í einhvern mann, reyndar ekki einhvern en ég þori ekki að hringja í hann, hann getur nú líka alveg hringt í mig, svo langar mig í sund, alveg meiriháttar en ég er sem lömuð einsog grjót inní líkamanum og finnst einhver ætti að hugsa um mig, leggja mig undir sæng og spæla egg og bacon handa mér, ég er enn að fatta leikritið mitt, það er magnað að vera útskrifast, ég er að hugsa um að mæta við athöfnina og vera í gullkjól af ömmu.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hringdu bara í manninn, kannski er hann að bíða eftir að þú hringir. Er að tuða við sjálfan sig "ég þori ekki að hringja í hana, hún getur alveg hringt í mig"???
Kkv.
Þóra J. :) :) :)

Nafnlaus sagði...

já, ég býst við að hann liggi grátandi eða standi grátandi, eða eitthvað, heyrðu Þóra, komst þú að sjá leikritið mitt, eða afhverju ertu ekki búin að bjóða leikskáldinu í kaffi eða ís á kvöldin, sko ég hringdi í hann tvisvar síðast, ég er alltaf hringjandi, ég er svo sæt, að það er ótrúlegt, áðan fór ég í heita pottinn, ég var líka sæt þar, og himinninn heiður, reynitréð í garðinum farið að blómstra, einmanaleikinn ríður við einteyming eða tvímennir, var að gera fínt hjá mér í allan dag, viðra, þvo, þurrka af, raða, raða, raða, spældi mér egg og beikon, sá lítinn strák slíta upp fullt af fíflum í vönd, .... fallegt, lífið er svo fallegt...

og svo, Elísabet

Nafnlaus sagði...

hvað er annars að frétta af þér, bíddu ég ætla ekki að vera áttræð á elliheimilinu og hafandi ekki hringt....

ég á konfekt kassa... sjúkket.

ekj

Nafnlaus sagði...

ég hitti málarameistara sem þakkaði mér fyrir hvað ég er alltaf hreinskilin.

jke.

Nafnlaus sagði...

æ, hver er til í að setja batterí í reykskynjarana, kr. var að keppa áðan, ég fékk smá heimþrá og sá jökul fyrir mér á vellinum, ljóshærður, lang lang lang flottastur.

kr. mamman fyrrverandi