03 júní 2008

Saklausi björninn eftir Garp I. Elísabetarson

Á löngu ferðalagi yfir jökla og ís,
yfir hafið, þangað sem allt frýs,
kominn á framandi slóðir,
allt annað en björninn kýs,

undrandi augu á hann stara,
inní þokuna hann flýr,
hann veit ekki hvert á að fara,
villtur, hvert sem hann snýr,

Ærandi hljóð, hann þekkir hættur,
veiðimaðurinn er mættur,
björninn langar á sínar heimaslóðir,
saknar sinna barna, hvar er hans móðir?

*

Engin ummæli: