já, ég sýndi þeim líka hestana, bænahestana, ... svo talaði ég við Lindu og það var þá sem Vilborg kom og mér er alveg sama hvað öðrum finnst um mig. (Sagði mjóróma rödd tilað sannfæra sjálfa sig.) En ég er ótrúlega guðdómlega þreytt, ef eitthvað þreytir mig þá eru það hugsanir, ég datt í gömlu gryfjuna, ég hlýt að hafa viljað það sjálf, hvað er ég að öðlast með gömlu gryfjunni og hvað er ég að forðast.
Ég forðast á taka ábyrgð á mínum störfum og vera prófessional.
Ég öðlast samúð, hluttekningu, allir fara blanda sér í mín mál, skipta sér af, segja mér skoðun sína og bjarga mér... hjálparvana mér.
Svo elsku bænahestur... ég sendi þig til hans með bæn.
Manneskjan er bæn, ákall.
Manneskjan er ein titrandi bæn, augun biðja: Má ég sjá eitthvað fallegt, eyrun vilja fá að heyra eitthvað fallegt, skinnið, hörundið: Má ég snerta eitthvað mjúkt tilað tosa í, og svoleiðis er manneskjan einsog bæn.
En ég er komin uppúr gryfjunni og farin að taka ábyrgðina á mínum málum.
Góða nótt kæru bænir. Og bænahestar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
dásamlegt sem ég verð að segja þér.
Ég er núna, akkúrat á þessari stundu í prófi - er að skrifa um töfraraunsæi.
Þú ert aðalpersónan.
Lísbet
Gleður mitt töfra - hjarta og raunsæis....
þú töfra töfra töfra raunsæi
ég er hinsvegar búin að vera labba um á Ísafirði í allan dag að leita að húsinu þínu
í huganum... töfra huganum,
brenndi út og gat bara hugsað um Ísafjörð, viku á Ísafirði.
Skrifa ummæli