13 september 2012

Draumur

Svaf í tíu tíma, dreymdi mikið, dreymdi pabba, hann var lifandi og ég man ekki meir, hvað hann var að gera, það kemur kannski þegar líður tekur á daginn, Embla er á leiðinni og ætlar að vera hjá ömmu sinni, ég er búin að mála 65 pöddur og fimm eða sjö í farvatninu, ég er alltaf að fara að vinna einsog Pödduleikritið eða Geðhvarfahandritið svo ég hafi eitthvað í ÞETTA að gera, en ég held ég hefði gott af því að taka smá frí, mála pöddur og gera undarleg ljóð eða skrá sögur, jafnvel drauma, það rignir og rignir og allt er orðið fullt hér á tröppunum, hvíta blómið er i nni og krakkarnir útá skólavelli skrækja óskaplega, og fréttirnar í útvarpinu, ein kona í gær sagði ég væri SÖNN MANNESKJA, og ég hlakka tilað fara í ræktina á morgun, kannski fer e´g í sund í kvöld, Vera Illugadóttir á afmæli í dag, og bílarnir þjóta hjá, ég ætla að fá mér te, og hafa það huggulegt með Veru, og ekki hugsa um ÞETTA, heldur bara hafa það næs og næs og skæs og alltaf smá mígreni að reyna að troða sér, í sumar var gott pöddusumar, og ætla aðeins að mála í viðbót og hvað skyldi pabbi hafa verið að gera í draumnum.

Engin ummæli: