20 september 2012
Ég er hrædd við allt svo ég valdi mér mann sem er ekki hræddur við neitt nema mig
Ég er hrædd við allt, hrædd við tækin í líkamsræktinni, hrædd við að bíll keyri aftaná þegar Jökull er með Lillý í vagninum, að hundarir bíti hana, að innbrotsþjófar steli öllu af mér, að ég fái krabbamein, að einhver perri ráðist á ömmustelpurnar, að mér takist ekki að losa mig við kílóin átta, að það kvikni í húsinu, að mér takist ekki að taka ákvörðun um geðhvarfabókina, að kærastinn minn hætti að elska mig, hrædd við að verða fyrir eldingu, að Lillý og Embla klemmi á sér fingurna, að Kristjón verði fyrir árekstri á Hellisheiðinni, að ég fari útaf ef ég keyri útúr bænum, að ég klessi á bíl sem kemur á móti mér, að það verði tekinn af mér vinstri fóturinn útaf hásinabólgu, að mamma lendi í slysi í Íran, að eitthvað komi fyrir Illuga bróður minn, að ég verði sköllótt, að ég verði gömul, að ég muni ekki klára leikritin mín, að ég læri aldrei að naglalakka mig, að geðhvörfin mín þróist yfir í geðklofa, að ég hendi steini í kærastann, að það standi í mér, að ég verði alltaf þyrst, að ég fái heilablóðfall, að ég renni til á sundlaugargólfinu, að flugvél farist sem ég fer uppí, að ég detti í Gullfoss, að ég detti niður stigann heima hjá mér, - og af því ég er hrædd við allt þá valdi ég mér mann sem er ekki hræddur við neitt, - nema mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli