06 desember 2011

Leitin að guði

Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Vísindamenn hafa nú fundið manneskju sem telur að allt sé henni að þakka, og hún sé skapari og himins og jarðar, hafi alltaf rétt fyrir sér, sé endalaust kærleiksrík (en þó með lúmskan svip) sé alltaf að safna fyrir börn í Afríku en mest í eiginsjóði, færi fjöll úr stað og heilu árnar, - vísindamenn halda þó áfram leitinni að guði, -
Líka

5.des

5.des var soldið ömurlegur, - stjórnleysi, klær, - kuldi, en veistu hvað, ég bjó til marga verðlaunaglugga, með appelsínum, og dúllerídúll, - drakk tvær malt og skemmti mér aðeins á Facebók, hringdi í kærastann, og ég hef nú um annað að hugsa!

04 desember 2011

Hunangsdrykkur og jólaljós

komnar jólaseríur í gluggana.... óskar fór í göngutúr, ég auglýsti bókina, hamingja rólegheit, umræður.... kaffi, hunangsdrykkur, - já og settum útiljós og svo eru grýlukerti í miklum faðmlögum í trénu við húsið, og kominn krans með hreindýri utaná hurðina,. ....

2.desember

f0studaginn 2.desember forum við óskar í sund, það var undursamlegt, .... og svo í melabúðina,.....ég safnaði svo nokkrum áskrifendum fyrir bókina!!!

Lilly Elísabet grét

er ég var að passa hana á Laugardaginn, ... litla skinnið, var kannski svona þreytt, ég reyndi allt, barnavagninn, sjónvarpið, stóra rúmið, bleyjuborðið, stólinn, gluggann, hundana, - litla litla skinnið hún er svo falleg og gat ekkert sagt afhverju hún grét,....

um kvöldið fórum við óskar á flórida með lalla.

02 desember 2011

Tónleikar með Grafík

Við Óskar fórum á tónleika með Grafík í gærkvöldi, hittum Vilborgu og fleiri, Ísafjörður varð nálægur, svo var myrkur í salnum og tónlist og fólk, -

og snjór úti þegar við tókum leigubíl og Ísafjörður enn nálægur!