20 febrúar 2014
19 febrúar 2014
04 febrúar 2014
Áföllin
Einu sinni þegar hún fékk eitt áfallið í viðbót titraði hún öll og skalf og var viðkvæm einsog við, og hún hafði alltaf verið að fá áföll og nú var eitt komið enn og hún hugsaði með sér hún kæmist ekki út og þyrfti að fara í fjórtán sálfræðitíma, en svo af því það voru mánaðamót þá mundi hún eftir því að hún fór alltaf í bankann og hún fór í bankann.
Hnefinn
Einn morgun vaknaði Langantína Fúdúdú við það að síminn hringdi. Það var læknir í símann og sagðist heita Ari. En þú hefur sjálfsagt ætlað að heyra í hinum Aranum, sagði hann, ég er barnalæknir. Ég er ekki barn, sagði Langantína Fúdúdú. Ég sé það á kennitölunnni, sagði hann og henni fannst leiðinlegt þetta með kennitöluna.
Ég er barn, sagði hún þá.
Ertu barn, spurði hann.
Ég er barn í hálsinum.
Nú.
Já.
Já já. Athyglisvert.
Þegar ég var lítið barn tróð pabbi minn hnefanum á sér ofaní kok á mér og sagði:Þú ert ekki til. Og ég sagði á móti: ég er til, ég er til.
Ég er að flýta mér soldið, sagði Ari barnalæknir.
Já en ég er barn í hálsinum og í fimm ár er ég búin að vera drekka 5 til 10 lítra af vökva, gosi, og helst ávaxtasöfum, og ég drekk ekki, ég sturta þeim í mig.
Það er nefnilega það.
Já og allt er komið úr fúnksjón, nýrun, endalaus bjúgurinn, ég er að reyna eyðileggja hnefann en eyðilegg sjálfa mig í staðinn.
Það er ekki gott, sagði Ari barnalæknir.
Ég verð að sprengja hnefann.
Sprengja hann?
Já áttu dýnamít?
Nei bara magnyl.
Ég verð að fá dýnamít.
En ef þú sprengir hálsinn springur allt annað.
Ég skil.
Þú verður að fá engil og biðja hann um að draga hnefann úr þér.
En hvað gerir engillinn við hnefann.
Tja, ætli hann segi ekki, vertu ekki svona hræddur við að vera pabbi.
*
Það er eitt í viðbót, sagði Langantína Fúdúdú.
Nú já, sagði Ari barnalæknir.
Vertu ekki svona hræddur við að vera pabbi hennar Langantína Fúdúdú.
*
En svo er eitt í viðbót, spurði Langantína Fúdúdú.
Sem er, spurði Ari barnalæknir á móti.
Hvert fer engillinn með hnefann.
Í himnaríki sjálfsagt.
Það er ekki hægt að hafa hnefa í himnaríki.
Kannski setur hann hann í helvíti.
Þar sem hann brennur upp?
Já er það ekki, svo hefur maður heyrt.
Ég vil frekar, sagði Langantína Fúdúdú stinga hnefanum niður í hól og þar verður skilti þarsem stendur: ÞEssi hnefi var í hálsinum og kokinu á stúlkubarni og konu í 45 ár.
*
Það er hægt að hafa hnefa til sýnis.
Nú.
Nei, það væri bara hlægilegt.
Hnefi er aldrei hlægilegur. Ég vil að minn hnefi verði til sýnis.
Þinn hnefi?
Já, hann var í mér í 45 ár. Þá hlýtur hann að vera minn.
En afhverju viltu losna við hluta af sjálfri þér.
Hann vinnur gegn mér.
Kannski geturðu notað hann til að berjast.
Berjast?
*
Veistu hvað mér detttur í hug.
Hvað.
Kannski nær hnefinn lengra, kannski stoppar hann ekki í kokinu.
Nú?
Já kannski nær hann niðrí rassinn.
*
Það er allavega ekki hægt að sýna hann, það verður að fela hann.
Ég sá í sjónvarpinu, það er listaverk sem heitir Hnefi auðveldisins, það er er á safni í glerboxi.
Hnefi auðvaldsins.
Já minn heitir Hnefi Ellu Stínu.... eða Hnefi Langantínu Fúdúdú.
Þetta er semsagt þinn hnefi, þú ert að ljúga því að pabbi þinn hafi rekið hann á kaf ofaní kok á þér.
Hann getur ekki heitirð: Hnefi pabba.
Nei, það er satt.
*
En veistu hvað ég uppgötvaði, það voru demantar á peningaseðli á þessum Hnefa auðvaldsins. Það voru demantarnir sem komu mer á sporið því ég skrifaði eða las einu sinni sögu um stelpu sem var með stein, í hálsinum, og á steininum voru gildrudemantar, eitraðir gildrudemantar sem draup úr. Getur verið að hnefinn hafi nei steinninn meina e´g hafi breyst í stein, og ef það var hnefi allan tímann, voru þá demantar á honum, gildrudemantar svo maður vilji hafa hann?
Demantar?
Já.
Á hnefanum?
Og getur verið það sé eitthvað inní hnefanum?
Einsog hvað?
Vegabréf.
*
Ég er barn, sagði hún þá.
Ertu barn, spurði hann.
Ég er barn í hálsinum.
Nú.
Já.
Já já. Athyglisvert.
Þegar ég var lítið barn tróð pabbi minn hnefanum á sér ofaní kok á mér og sagði:Þú ert ekki til. Og ég sagði á móti: ég er til, ég er til.
Ég er að flýta mér soldið, sagði Ari barnalæknir.
Já en ég er barn í hálsinum og í fimm ár er ég búin að vera drekka 5 til 10 lítra af vökva, gosi, og helst ávaxtasöfum, og ég drekk ekki, ég sturta þeim í mig.
Það er nefnilega það.
Já og allt er komið úr fúnksjón, nýrun, endalaus bjúgurinn, ég er að reyna eyðileggja hnefann en eyðilegg sjálfa mig í staðinn.
Það er ekki gott, sagði Ari barnalæknir.
Ég verð að sprengja hnefann.
Sprengja hann?
Já áttu dýnamít?
Nei bara magnyl.
Ég verð að fá dýnamít.
En ef þú sprengir hálsinn springur allt annað.
Ég skil.
Þú verður að fá engil og biðja hann um að draga hnefann úr þér.
En hvað gerir engillinn við hnefann.
Tja, ætli hann segi ekki, vertu ekki svona hræddur við að vera pabbi.
*
Það er eitt í viðbót, sagði Langantína Fúdúdú.
Nú já, sagði Ari barnalæknir.
Vertu ekki svona hræddur við að vera pabbi hennar Langantína Fúdúdú.
*
En svo er eitt í viðbót, spurði Langantína Fúdúdú.
Sem er, spurði Ari barnalæknir á móti.
Hvert fer engillinn með hnefann.
Í himnaríki sjálfsagt.
Það er ekki hægt að hafa hnefa í himnaríki.
Kannski setur hann hann í helvíti.
Þar sem hann brennur upp?
Já er það ekki, svo hefur maður heyrt.
Ég vil frekar, sagði Langantína Fúdúdú stinga hnefanum niður í hól og þar verður skilti þarsem stendur: ÞEssi hnefi var í hálsinum og kokinu á stúlkubarni og konu í 45 ár.
*
Það er hægt að hafa hnefa til sýnis.
Nú.
Nei, það væri bara hlægilegt.
Hnefi er aldrei hlægilegur. Ég vil að minn hnefi verði til sýnis.
Þinn hnefi?
Já, hann var í mér í 45 ár. Þá hlýtur hann að vera minn.
En afhverju viltu losna við hluta af sjálfri þér.
Hann vinnur gegn mér.
Kannski geturðu notað hann til að berjast.
Berjast?
*
Veistu hvað mér detttur í hug.
Hvað.
Kannski nær hnefinn lengra, kannski stoppar hann ekki í kokinu.
Nú?
Já kannski nær hann niðrí rassinn.
*
Það er allavega ekki hægt að sýna hann, það verður að fela hann.
Ég sá í sjónvarpinu, það er listaverk sem heitir Hnefi auðveldisins, það er er á safni í glerboxi.
Hnefi auðvaldsins.
Já minn heitir Hnefi Ellu Stínu.... eða Hnefi Langantínu Fúdúdú.
Þetta er semsagt þinn hnefi, þú ert að ljúga því að pabbi þinn hafi rekið hann á kaf ofaní kok á þér.
Hann getur ekki heitirð: Hnefi pabba.
Nei, það er satt.
*
En veistu hvað ég uppgötvaði, það voru demantar á peningaseðli á þessum Hnefa auðvaldsins. Það voru demantarnir sem komu mer á sporið því ég skrifaði eða las einu sinni sögu um stelpu sem var með stein, í hálsinum, og á steininum voru gildrudemantar, eitraðir gildrudemantar sem draup úr. Getur verið að hnefinn hafi nei steinninn meina e´g hafi breyst í stein, og ef það var hnefi allan tímann, voru þá demantar á honum, gildrudemantar svo maður vilji hafa hann?
Demantar?
Já.
Á hnefanum?
Og getur verið það sé eitthvað inní hnefanum?
Einsog hvað?
Vegabréf.
*
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)