12 júní 2014
11 júní 2014
Sálin myndi aldrei ráðast á lílkamann
Ég fór uppá Bráðamóttöku geðdeildar sem er sosum ekki í frásögur færandi nema ég hafði ekki farið þangað síðan ég var í skaðlegu sambandi, þá var ég þar einsog grár köttur, en nú hafði ég semsagt glímt við svepp í fimm mánuði og var að verða vitlaus af því svo ekki sé meira sagt. En þarna sit ég og maður á móti mér, það drýpur af honum svitinn, hann titrar og skelfur, eirir hvergi svo hann stendur upp og sest niður aftur og eftir nokkra stund fæ ég það uppúr honum hvað sé að honum: Sálin er að ráðast á líkamann.
Hér ætti sagan að hætta því hún er svo fín, en það er þetta sem við geðsjúklingar erum að fást við alla daga, og eitthvað í þeim dúr og ef þér finnst þetta kannski fyndið þá hef ég aldrei eða sjaldan séð þjakaðri mann.
Ég sagði honum að tala við sálina og bað hann að segja með mér: Kæra sál, viltu hætta að ráðast á líkamann. Maðurinn gerði það og var ég nokkuð undrandi, og virtist honum líða betur, og nú er ég farin að tala einsog geðlæknir enda fannst mér ég ætti að fara um heim og lækna fólk og kenna því að tala við árásargjarnar sálir, sem er furðulegt því ég sagði honum í fyrstu: SÁLIN MYNDI ALDREI RÁÐAST Á LÍKAMANN.
En hvað veit maður?
Hér ætti sagan að hætta því hún er svo fín, en það er þetta sem við geðsjúklingar erum að fást við alla daga, og eitthvað í þeim dúr og ef þér finnst þetta kannski fyndið þá hef ég aldrei eða sjaldan séð þjakaðri mann.
Ég sagði honum að tala við sálina og bað hann að segja með mér: Kæra sál, viltu hætta að ráðast á líkamann. Maðurinn gerði það og var ég nokkuð undrandi, og virtist honum líða betur, og nú er ég farin að tala einsog geðlæknir enda fannst mér ég ætti að fara um heim og lækna fólk og kenna því að tala við árásargjarnar sálir, sem er furðulegt því ég sagði honum í fyrstu: SÁLIN MYNDI ALDREI RÁÐAST Á LÍKAMANN.
En hvað veit maður?
05 júní 2014
Ótrúleg setning datt uppúr mér í dag; ljúft að vera laus við Sjómannsblómið.................................
Gott að vera laus við Sjómannsblómið....
03 júní 2014
01 júní 2014
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)