26 mars 2009

Frægð Maríönnu

Já, svo hef ég engan tíma tilað vera með fólki, skrifa bréf, póstkort, hitta fólk, fara í leikhús eða á kaffihúsi, ég neyðist auðvitað stundum tilað gera það, en ég hef engan tíma til þess. Nei...já jájá. Ég þarf nefnilega að hugsa um frægðina. Hún kemur einn daginn og þá þarf ég að vera heima, og tilbúin, uppáklædd, tala sjö tungumál með sjö höfðum, búin að öllu, búin að gera allt og vera ekki önnum kafin, tilbúin fyrir frægðina, hvert sem hún kallar mig, þetta verður auðvitað allt annað líf, og áðuren ég fer með henni verð ég auðvitað að athuga hvort ég hafi slökkt á eldavélinni, lokað gluggunum, slökkt á sjónvarpinu, tekið allt úr sambandi, eða ég veit það, kannski hefur frægðin ekki tíma tilað bíða meðan ég geng frá, svo það er best að þjóta bara út, eða slökkva á öllu og taka allt úr sambandi, en ég má ekki vera svona frustreruð útaf frægðinni, frægðin kemur ekki nema ég sé í fullkomnu jafnvægi, hún gæti verið á tröppunum núna meðan ég skrifa þessi orð, svo það er best að hætta að skrifa.

Engin ummæli: