26 mars 2009

Á verndarsvæði Cherokee

Ég fór á verndarsvæði Indíána í Bandaríkjunum í vetur með Kristínu og Jökli og hundunum þeirra. Við gistum í bjálkakofa í tvær nætur við ána Ooouunalufte, í þorpinu var ein gata, búð við búð sem seldi minjagripi framleiddir í kína, fyrir utan spilavítið með 35 þúsund spilakössum, uppáklæddir Indíánar að segja túristum sögur í glerbúri. Þegar þeir voru ekki að afgreiða MacDonalds voru þeir að afgreiða MacDonalds, ég vínkaði Indíánunum alþýðlega og brosti, þeir brostu aldrei en vínkuðu stundum, eftir þriggja daga ruglingslega veru sem náði hápunkti við að spila 21 við son minn og tengdadóttur undir vetrarbrautinni þá á leiðinni heim stoppuðum við í skála í fjöllunum sem seldi bjarnarkjöt og jakka úr dádýrsskinni með perlum á 2000 dollara, (semsagt ekki túristadjönk) og þar greip ég í óðagoti bókina Cherokee Women og las um White Mans Indian.... annað hvort "noble" eða "savage".

Þá kom smá skilningur í hausinn á mér.

Skrítið að ein bók bjargi manni á verndarsvæðinu, ég hélt það yrði sætur indíáni, dádýrsjakkinn eða gullpotturinn.

*

Engin ummæli: