26 mars 2009

Hrollur Maríönnu

Fólk gæti séð að ég væri besserwisser, að ég þættist alltaf vita allt betur en allir aðrir, að ég kláraði alltaf síðasta vínberið, að ég væri yfirkomin af græðgi, ótta, sjálfsvorkunn, þættist vita allt og vera best, ÉG ER BEST, ÉG ER LANG LANG BEST, ÉG VEIT HVAÐ ÖLLUM ER FYRIR BESTU OG HVAÐ ER BEST FYRIR ALLA AÐ GERA, ÉG SÉ ÞAÐ BARA OG VEIT ÞAÐ, já jájá, ég missti mig aðeins, bara aðeins... og fólk myndi sjá að ég er alltaf í keppni við alla að vera best og vita allt betur, og fólk myndi sjá hvað ég dæmi alltaf alla, hárgreiðsluna, skóna, málfarið, hreyfingarnar, skoðanir, klæðaburðinn, fólk má allsekki vita hvað ég dæmi alltaf alla og þykist vera betri en aðrir, og ég er dauðhrædd um að þetta sjáist, þessvegna reyni ég að passa að þetta sjáist ekki, bara allsekki, mér finnst það bara ekki krúttlegt, sætt, ásættanlegt, eða viðunandi á nokkrun hátt og ég er óttaslegin, ef maður vildi nú drekka kaffi með mér, EF MAÐUR VILDI DREKKA KAFFI MEÐ MÉR, hann gæti séð eitthvað sem ég vil ekki að sjáist.

*

Engin ummæli: