26 apríl 2009

Hláturinn

Einu sinni var kona og hún eignaðist mann. Maðurinn hló svona: Ha ha ha ha ha. Konan sagði við hann, þú átt að hlæja öðru vísi, þú átt að hlæja svona: Ha ha ha ha ha. En maðurinn hætti þá alveg að hlæja.

*

Engin ummæli: