Er á fyrsta kaffibolla, búin að klippa sprota af reynitré og hann er að laufgast hér á borðstofuborðinu, bráðum ríf ég vegginn, vaknaði of seint tilað sjá sæta manninn á hádegisfundunum, en sá sýningu Páls á Húsafelli í gær, magnaða sýningu og hann með þessar flottu axlir, svo fór í barnaafmæli til Huldu og Valla, þarsem börnin Bragi Þór og Nína María Elísabet héldu uppi fjörinu, át of mikinn sykur í gær, fékk ekkert að borða nema skyr þegar ég kom heim, talaði við Jökul sem er að flytja heim á morgun, rifjaði upp nokkrar minningar og vildi troða uppá hann bréfi til Roy Keene einsog venjulega, en hann tók því hetjulega því hann er hetja, á laugardaginn var ég að passa Emblu Karen Garpsdóttur, hún var ekki í góðu skapi yfir því að þurfa sitja uppi með ömmu sína en sprellaði þessi lifandis býsn eftir að hún fékk að fara úr náttfötunum, já og svo fór ég í leikhúsið, að sjá ég heiti Rachel Corrie. Um ameríska stelpu sem verður fyrir ísralelskri jarðýtu í Palestínu. En ég er með verk í augunum, sakna Arnar, blés aftur út, svaf til hádegis, fór að sofa klukkan þrjú í nótt, fékk hugsanabyl, HUGSANABYLUR, það er orðið, ég er veður.
ÉG ER VEÐUR.
DREYMANDI VANDRÆÐASKÁLD einsog Rachel Corrie sagði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli