Í hallargarði einmanaleikans
er margt um manninn
og enginn með sjálfum sér
fyrren skyggja tekur.
Rósir með þyrnum
opnast aðeins í úfnu bergmáli
úlfarnir liggja afskornir
undir fullu tungli.
Einhver leikur á líru
fyrir stjörnubjarta elskendur
í blárri nóttinni.
Einn langur koss deyr út.
Grímubúningar stíga fölir dans
í hallargarði einmanaleikans
ung stúlka teiknar
nafnið sitt
á glugga með frostrósir
í augunum.
*
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli