30 ágúst 2010

halló

jæja, ætlar þú aftur inní lokaða herbergið, kíktu í kringum þig, opnaðu hjarta þitt, hættu að tala dulmál, segðu eitthvað opið og beint út, þannig líður þér betur í hjartanu, mig langar bara að slappa af í dag, mig langar bara tilað gera ekkert í dag, - liggja í sófanum, vaska upp, lesa leikritið, gráta pínulítið.

Hjónaskilnaður á Reykjanesbrautinni

EKKERT AÐ PÆLA

KRÚTTIÐ ER AÐ DREPA MIG

26 ágúst 2010

hjálp...

Getiði ekki hjálpað mér kæru lesendur,

ég er með tvö handrit og jafnvel fleiri sem ég þarf að gefa út, eða koma út, en eftir hálfs mánaðar viku frí á Facebook er ég aftur byrjuð að hanga þar og annar veruleiki hverfur.

eða á ég kannski hætta að skrifa og fara í sund?

03 ágúst 2010

Ömmustelpur í heimsókn, -

Mánadís og Jóhanna eru í heimsókn hjá mér, það er alveg toppurinn að hafa barnabörn í heimsókn, þær eru búnar að rústa pleisinu, stela peningunum mínum, eyðileggja sjónvarpið, klára matinn (það var mjög lítill matur) og svona er nú þetta góðir gestir, ....

þetta eru reyndar smá ýkjur því ég er svo fyndin og skemmtileg, þær eru enn fyndnari og skemmtilegri og yndislegar og svo gaman að fá þær í heimsókn, lífið verður allt dásamlegt og meira virði, -

þær eru bestar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Merkilegt

Ég sagði vini mínum að ég væri í meiriháttar vandræðum og hann spurði hvort ég væri sjálf að stjórna lífi mínu......!!!