10 febrúar 2011

Ástarsamband við sjálfa mig

Ég elska mig þegar ég er leið
Ég elska mig þegar ég er reið
Ég elska mig þegar ég er fyndin
Ég elska mig þegar ég er kaldhæðin
Ég elska mig þegar ég er í sundbol
Ég elska mig þegar ég er í rosa stuði
Ég elska mig þegar ég er hrædd og þori engu
Ég elska mig þegar ég er óákveðin
Ég elska mig þegar ég er með verk fyrir bringubeinið af því það var einsog ég fengi spjót í það þegar ég var beitt ofbeldi, en bringubeinið heldur rifbeinunum saman og brotnar oft við endurlífgun
Ég elska mig þegar sólin sest
Ég elska mig þegar mér finnst ég ófullkomin
Ég elska mig þegar enginn kemur
Ég elska mig í meðvirkni, alkóhólisma, geðhvörfum
Ég elska mig í húsinu
Ég elska mig þegar ég er þunglynd
Ég elska mig þegar ég er ör og fer yfir strikið
Ég elska alla líkamspartana af mér
Ég elska mig þegar ég er frek

Ég elska mig þegar ég er sæt og skemmtileg
Ég elska mig þegar ég er huglaus
Ég elska mig þegar ég lýg
Ég elska mig þegar ég stel
Ég elska mig þegar ég get ekki neitt og þori engu
Ég elska mig þegar ég er skítug
Ég elska mig þegar ég er geðveik og ásakandi
Ég elska mig þegar ég beiti ofbeldi, eða það er eina sem ég get ekki elskað
Ég elska mig þegar ég klikka á hlutunum
Ég elska mig þegar ég sef yfir mig
Ég elska mig þegar ég fæ þennan verk
Ég elska mig þegar vindurinn blæs
Ég elska mig þegar sé kertalogann
Ég elska mig þegar ég sé fallegan karlmann
Ég elska mig í kærleika og þegar ég sé kærleika
Ég elska kærleika og þakklæti
Þakklæti Þakklæti milljón sinnum
Ég elska mig
Ég elska litlu stelpuna sem er alltaf að skammast sín og heldur hún sé klaufsk og klunnaleg þegar hún er fíngerð og öll af vilja gerð

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér þykir undur mikið til þín koma Elísabet... bara eins og þú ert. Takk fyrir að vera þú.
Kærleikskveðja,
Þinn Andlitsbókarvinur...
Jón Halldór