27 nóvember 2013

Ný bók eða blað

Ég ætla gefa út nýja bók með þessu:

Dansað við brimölduna

Uppskrift

Draumur

Tískusýning

Ljóð

Dramasaga

status

komment

lítil samtöl

fjúkkeddí fjúkkeddí fjúkk

væntanlegar bækur

öræfablús

sprengisandur og fimmvörðuháls

púllímú

gluggaskreytingar

eitthvað yfirnáttúrulegt

fleiri ljóð

já já já

vettlingar

pöddur

ekki tjalda öllu elísabet ókei nei geri það ekki strika út vettlingar og pöddur og hef kannski blómaskreytingu

já þetta verður skreytingarbók

skraut og skrattinn

tökum dísu á þetta.

hamingjutjúttið

25 nóvember 2013

mannamál

búin að skrifa
barnabók
ástarofbeldisbók
dauðabók
mýrarljósabók
leikritasafn
barnasögu
og draft af kærleiksbók, hvernig elska skal sjálfa sig,

og ekkert er alveg tilbúið nema leikritasafnið
en held það seljist ekki.

sjálf er ég handalaus með höfuðverk.

HRUNIN

ég er hrunin.
eru töfrarnir þá búnir.
töfrarnir hrynja aldrei. hrunin höll er partur af töfrunum. töfrarnir eru alltaf soldið hrundir, töfrarnir láta veruleikann alltaf hrynja soldið.
einsog jólaseriur?
já einsog jólaseríur.
en hvað fleira eru töfrar.
töfrar eru árás, kannski ekki árás, á raunveruleikann, en þeir koma inní hann. smjúga inní hann, upphefja hann, sýna hann í nýju ljósi.
einsog hvað.
einsog kertaljós í kletti.
ok.
einsog heimili sem er einsog safn.
ok.
það vita allir hvað töfrar eru.
en nú þarf að toga raunveruleikann upp.
já annars fæ ég hendurnar ekki aftur. hugurinn er á þeytivindu, stoppar ekki.
þreyta.
já þreyta. það er allt að brotna upp.
hrynja.
leyfðu þér að hrynja.
hvað er þegar höllin er hrunin....
útrétt hönd, teppi.
ég botna ekkert í þessu samtali.
hvíld.

24 nóvember 2013

innum lúguna

Búin að vera á vondum, kunuglegum stað, að vita ekki hvað ég skuli gefa út, eða hvort ég skuli gera það, þetta verður svo alvarlegt og leiðinlegt, .... jsmm. í staðinn fyrir að finna góða staðinn og láta skilaboðin koma innum lúguna.