25 nóvember 2013

HRUNIN

ég er hrunin.
eru töfrarnir þá búnir.
töfrarnir hrynja aldrei. hrunin höll er partur af töfrunum. töfrarnir eru alltaf soldið hrundir, töfrarnir láta veruleikann alltaf hrynja soldið.
einsog jólaseriur?
já einsog jólaseríur.
en hvað fleira eru töfrar.
töfrar eru árás, kannski ekki árás, á raunveruleikann, en þeir koma inní hann. smjúga inní hann, upphefja hann, sýna hann í nýju ljósi.
einsog hvað.
einsog kertaljós í kletti.
ok.
einsog heimili sem er einsog safn.
ok.
það vita allir hvað töfrar eru.
en nú þarf að toga raunveruleikann upp.
já annars fæ ég hendurnar ekki aftur. hugurinn er á þeytivindu, stoppar ekki.
þreyta.
já þreyta. það er allt að brotna upp.
hrynja.
leyfðu þér að hrynja.
hvað er þegar höllin er hrunin....
útrétt hönd, teppi.
ég botna ekkert í þessu samtali.
hvíld.

Engin ummæli: