Einu sinni bað ég um fund með Alkóa
Alkóa með þjótandi frá New York tilað hitta mig
Ég var soldið hissa en þetta kitlaði hégómataugina.
Kannski hafði enginn viljað tala svona lengi við Alkóa.
Alkóa spurði hvar við ættum að hittast
og ég var ekki viss
sonur minn stakk uppá fótabaðinu útá Nesi
en þá fannst mér ég vera komin of nálægt Alkóa
það varð úr að við hittumst á Kaffi Hljómalind
Alkóa sagðist elska svona lítil kaffihús
sem að væru með lífrænar kökur og sjálfbært kaffi
og hlýtur að hafa vitað að eigandinn var á móti Alkóa
Alkóa sagðist alltaf fara á Hljómalind
þegar Alkóa væri á Íslandi
og svo fórum við að tala saman
Alkóa hélt kannski að ég ætlaði að leggja niður vopnin
og segja Amen Alkóa
en í fyrsta lagi hafði ég ekkert umboð til þessa eða löngun
heldur var erindið að bjóða Alkóa í bíó
ég var búin að kaupa bíómiðana
og rétti Alkóa yfir borðið
Alkóa brosti sínu blíðasta og þakkaði fyrir sig
hann ætlaði að gefa miðana litlum frænda sínum
já Alkóa var svo góður við börn
Alkóa sagði mér líka frá því þegar Alkóa var lítill drengur í New York
þá hefði Alkóa verið svo hrifinn af náttúrunni
og alltaf verið að kafa í sjónum
með hvölum og höfrungum
Alkóa kafaði oft ennþá
því náttúran væri svo stókostleg og í framhaldi af því sagði Alkóa mér frá því
að Alkóa ræktaði lítil rauð blóm í bakgarðinum á álverinu í Ástralíu
já svona hugsaði Alkóa um náttúruna
mikið var þetta fallegt
rauð blóm
rauð ilmandi blóm
þegar samtalinu var lokið og ég hringdi í mömmu tilað láta hana vita hvernig hefði gengið
sagði ég henni frá rauða ilmandi blóminu
þá fnæsti mamma og hvæsti út úr sér:
Já, þeir eru allir að rækta rauð blóm í bakgörðunum.
En hvað um þaðég ætlaði að bjóða Alkóa í bíó
á Pirots of the Carabbian
með Johnny Depp mynd númer 2
hún endaði nefnilega á svo magnaðan hátt
þarsem það var prédikað í lokin á þessari Hollywood mynd
að stórfyrirtækin og markaðsöflin eyðileggðu ævintýrið
ég hafði ekki áttað mig á því
en auðvitað
stórfyrirtækin eyðileggja ævintýrið
og um leið áttaði ég mig á því
að Kárahnjukavirkjun og hvert einasta álver
er kynnt sem ævintýri
Kárahnjúkavirkjun var kynnt sem ævintýri
stærsta framkvæmd Íslandssögunnar
hvað er það annað en ævintýri
lengstu göng í Evrópu
stærsta stífla í Evrópu
álver sem frelsaði menn úr ánauð
hvað var þetta annað en ævintýri
já Alkóa kunni tökin á ævintýrinu
enda líka löngu búnir að gleypa því
og við vorum búin að tapa því
og nú er ævintýrið í hættu
ef það er ekki glatað
og hvaða ævintýri er ég að tala um
ég er að tala um ævintýrið þegar maður liggur á árbakka með veiðistöngina sína
ævintýrið þegar vinir syngja saman inní tjaldi
ævintýrið þegar lítil stelpa safnar saman steinum í fjörunni
ævintýrið þegar hann fer á hnén í lautu tilað biðja hennar
ævintýrið að klífa fjallið og sigrast á sjálfum sér
horfa á spegilslétt vatnið og gátan er leyst
tína bláber í fötu og verða berjablár
fleygja sér í hátt grasið og dæsa af vellíðan og fá trú á lífið á nýjan leik
drekka úr læknum
vaða yfir ána
borða nesti undir berum himni
öll þessi ævintýri
vill Alkóa ekki sjá og býr til fals ævintýri
því stærsta framkvæmd Íslandssögunnar
það segir sig sjálft að það er mesta bull Íslandssögunnar
skálinn hans Ingólfs var stærri framkvæmd
eða veggurinn sem hinir úthýstu Írar hlóðu
og nú var ævintýrinu mínu úthýst
þvi hvað var það annað en ævintýri
að ætla að bjóða Alkóa í bíó.
En það er það sem markaðsöflin taka frá okkur,
ævintýrið.
Svo næst þegar einhver býður þér í ævintýri
skaltu athuga hvort um falsævintýri sé að ræða
eða raunverulegt ævintýri.
Og auðvitað áttum við að hittast í fótabaðinu útá Nesi
ef ævintýrið hefði fengið að ráða.
07 janúar 2014
ást er tími
í gær bjó ég til ommelettu, hafði ekki gert það í mörg ár, handa mér, ég skar niður lauk, og hvítlauk, úff hvítlaukur, þá þarf að plokka himnuna af, steikti sveppi, opnaði dós af aspas og skar niður tómata, ekkert salt, smá pipar þegar hún var til..... namm
06 janúar 2014
Sýndi mér kærleik og gaf mér að borða
Brokkólí buff í dag, gaman að steikja þau, snarkaði í ólífuoliunni.
Ýsa með kartöflum og smjöri í gær, mjög ljúffengt.
Já, það er gott þegar maður sýnir sér kærleik og gefur sér að borða, heitan mat.
Ýsa með kartöflum og smjöri í gær, mjög ljúffengt.
Já, það er gott þegar maður sýnir sér kærleik og gefur sér að borða, heitan mat.
03 janúar 2014
Landnemarnir setja saman Ikea-rúm
Landnemunum brá heldur betur í brún þegar þeir .... með skógarbjörninn mjálmandi fyrir utan eftir hunangi, og Indíánana á gluggunum að bíða eftir að verða boðnir í kaffi, voru að setja saman Ikea-rúm
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)