20 apríl 2009
Hausinn á mér er vél
Vél sem aldrei stoppar, sem er of mikið smurð, stillt á of mikinn hraða, of hægan hraða, of lítið smurð. Hvernig á að hugsa um vélar. Þessi vél hugsar vélrænar hugsanir, óttinn er oft smurningin og þá koma þær þjótandi, eitthvað kemur fyrir, þú ert ekki nógu góð, en ef vélin er smurð með kærleika þá koma gneistar í myrkrinu einsog undan hófaförum í ævintýraleit.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Vélvirkinn eða lævirkinn...?
Got you!
En afgangurinn af þér, hvað er hann?
The Foolish Gang
Skrifa ummæli