Slóðir maníu og þunglyndis í Reykjavík
Boðið verður uppá ferðir undir leiðsögn Elísabetar Jökulsdóttur um Reykjavík þarsem gestir fá að kynnast borginni með augum manneskju í maníu og er einhverstaðar pláss fyrir þunglyndið.
Í þessum ferðum þýðir Vonarstrætið von, von fyrir mannkynið, og ef farið er uppá Haðarstíg kemur í ljós að við göngum blindandi um heiminn en Höður var blindi ásinn í goðatrúnni.
Þannig verða göturnar þræddar með augum manneskju sem er rekin áfram af því að frelsa heiminn og ráða í dulda merkingu sem býr á bak við allt sem er.
Hvað þýðir Laugavegur.... raunverulega? Eða Sóleyjargata....?
Jafnvel umferðarskiltin, verslunarskiltin, .... hvar endar þessi ferð?
Skráið ykkur tímanlega!
*
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hvar skrái ég mig??
EN ljúfan, ég er að vinna í project "ElísAbet í Búrinu"
Veturnætur virðast vera á afleitum tíma- svo við finnum mýjann.
Ertu ekki spennt?
Ég er spennt
svo er bloggið mitt ónýtt og allt sem ég skrifað fuðrar upp í alheimsvefinn. Mér finnst ég vera myrt á hverjum degi.
Þarf að fá mér nýtt- kannski í svona útlensku viðmóti. Allt svona truflar mig.
Skrifa ummæli