Aumingja ég er að fara í aðgerð á morgun, það að sprauta mig með mörgum sprautum tilað deyfa mig, fyrst fæ ég kæruleysistöflu, og dett í vímu, sem ég er alltaf í, sennilega, svo verður skorið holdið, svo verður beinið skafið, svo verður sett nautabein, eiginlega mylsna, og svo verð ég að byrja að reykja af því ég get ekki tuggið nikótín tyggjó, ég þarf á öllum stuðningi að halda sem hugsast getur því ég er búin að vera í drama og panik útaf þessu, og svo asnaðist ég tilað hringja í mann sem ætlar að biðja fyrir mér og senda mér engla, en það er sætur maður og ég teiknaði engil í NorðurKarólínu.
ææææææææææææ, ó ó ó aumingja ég.
já, svo ætlar ein kona að berja í hausinn á mér tilað lækna mig af kvíðanum.
og ég er að bíða eftir símtali frá Þórarni Tyrfings hvort hann taki mig inn á eftir. ÚFFF.
Þetta verður kúl. Ella Stína naut.
26 janúar 2009
23 janúar 2009
21 janúar 2009
20 janúar 2009
Hausinn lokaður
Einu sinni var kona sem var alltaf inní hausnum á sér og fór aldrei út því hún var svo hrædd um að hausinn yrði lokaður þegar hún kæmi aftur til baka.
19 janúar 2009
Heilræðavísur mömmu
Það er kannski ansi töff
að æfa með síkakó rosa röff
Þá er að fá sér kókópöff
og lífið verður ekkert blöff.
*
að æfa með síkakó rosa röff
Þá er að fá sér kókópöff
og lífið verður ekkert blöff.
*
Jökull til Chichago Fire
Kosinn var til Síkakó
kappinn vesturbæjar.
Fagnar frómt en ekki æjar
fyllir skál af kakó...pöff.
*
kappinn vesturbæjar.
Fagnar frómt en ekki æjar
fyllir skál af kakó...pöff.
*
18 janúar 2009
Keanó - hvolpurinn sanni
Keanó er lítill hvolpur í Greensboro, Kristín og Jökull eiga hann, hann kom á eftir Zizou, hann var agnarlítill þegar hann kom og einna líkastur Forest Whitaker í framan, Kristín var með í fanginu fyrst, hann er svo mikill töffari, en líka algjört beibí, hallar undir flatt af forvitni og undrun, skottast, maskaralegur myndi Kristinn á Dröngum segja og meinar þá að hann lætur engan bilbug á sér finna, enda er hann óhræddur að leika við stóru hundana í Dog Park, ég sakna Keanó og einlægni hans og baráttuvilja.
Klesstan Keanó Klesstan
klófestu bitann bestan.
Fær í sjó flestan
fæddur fyrir vestan.
*
Leggur sig með litla rófu
langar að verða stór.
Vaknar svo með skott á tófu
skrautlegur hvolpaþór.
*
Borðar einsog botlaus hít
byrjar á gæsaskít.
Klippir svo í sundur orma
sæll á eftir, fer að dorma.
*
Keanó er krútt
einsog Kristín
Í honum er fútt
fríður og skín.
*
Klesstan Keanó Klesstan
klófestu bitann bestan.
Fær í sjó flestan
fæddur fyrir vestan.
*
Leggur sig með litla rófu
langar að verða stór.
Vaknar svo með skott á tófu
skrautlegur hvolpaþór.
*
Borðar einsog botlaus hít
byrjar á gæsaskít.
Klippir svo í sundur orma
sæll á eftir, fer að dorma.
*
Keanó er krútt
einsog Kristín
Í honum er fútt
fríður og skín.
*
14 janúar 2009
The good-looking Elisabet at JFK
Hey, remember when I told you about the roots, if I could carry them through pass-control and costoum service, well I can tell you when I came to the Kennedy airport dragging those heavy roots because yeah they had grown bigger every moment and there I was barefooted and he was looking at my passport and then he said: YOU LOOK GOOD.
And because of my goodlooking he didnt notice my heavy roots I was now carrying both hands.
A blue-eyed dog named Zizou
I
who leds me
through the wood
also the wood in my head
where I always get lost.
II
This blue-eyed dog
with her silvergrey skin
enthusaism
and free spirit
is the queen of my memory
from Greensboro,
I forget everything
when I am with her.
Just the awareness,
hey Zizou.
A good story
Once upon a time there was a woman and every time she pressed the send-button her isolation totally collapsed.
06 janúar 2009
The Greensboro-poem
I feel like a flower
and I am going away
have been flower before
knowing its very hard
to come home,
I had to suffer for a day,
felt in a wrong place.
But now I feel those roots,
dont know how to travel with them,
realize I had to cut them off,
will it be bleeding,
didnt know what to do next,
but my friend told me
she had put them in a foil
and then in a plastic-bag.
But now I am just wondered
if the costoum service
will let me through.
and I am going away
have been flower before
knowing its very hard
to come home,
I had to suffer for a day,
felt in a wrong place.
But now I feel those roots,
dont know how to travel with them,
realize I had to cut them off,
will it be bleeding,
didnt know what to do next,
but my friend told me
she had put them in a foil
and then in a plastic-bag.
But now I am just wondered
if the costoum service
will let me through.
02 janúar 2009
Annáll 2008 (I am working on it)
ROSAmerkilegt ár... förum aðeins yfir það....
JANÚAR
Blogga að ég vilji frekar deyja en tengjast sjálfri mér. Annars fínt blogg um veitingahús.
FEBRÚAR
Embla Karen fæðist 19. febrúar, ég dansa útá svölum, snjókorn, ég sé strax að barnið er flotaforingi. Embla er dóttir Ingunnar og Garps.
MARS
Byrja á leikritinu mínu, lokaverkefninu, held ég fái 9 fyrir það, fékk 6. Leikritið á rætur í gömlu leikriti og splúnkunýjum hugmyndum sem ég fékk á Írlandi.
Embla Karen skírð. E.K. einsog töfraamman.
APRÍL
Varð fimmtíu ára 16 apríl. Heljar mikil veisla í Iðnó. Fólk kom frá Vestmannaeyjum og Írlandi.
Dásamlegt opið hjarta. Flottar ræður, söngur, gjörningar og dans. 200 manns mættu. Gjafir og peningar handa tannlausa afmælisbarninu. Meiraðsegja mamma hélt ræðu. Kolbrá sló samt í gegn, Friðgeir og Daníel. Ég kom með gjörning. Dásamlegt kvöld, algjörlega breytti lífi mínu.
Öllum fannst gaman nema Lindu Vilhjálmsdóttur vinkonu minni.
MAÍ
Útskrift. Fléttaði mér fíflahala og var í hvítum kjól af ömmu einsog í afmælinu, Garpur, Ingunn og Embla voru viðstödd. Og pabbi held ég, allavega fór ég voða mikið uppúr þurru að hugsa til hans.
Frumsýndi leikritið mitt, Mundu töfrana, Örn Jónsson kom. Fékk maníueinkenni og fannst fuglasöngurinn vera skilaboð frá geimverum, ofkeyrði leikritinu, en samt svo dásamlegir krakkar sem léku það. Elísabet Ronalds vinkona mín vildi koma tvisvar.
Andrew Keene, írskur leikari kom. Tók þátt í leikritinu og gisti hjá mér.
Zizou kemur til sögunnar, töfrahundur Jökuls og Kristínar, getur sungið.
JÚNÍ
Svaf. Þriggja ára þreyta eftir skólann. Svaf. Flatey byrjaði að kalla á mig. Fór þangað og varð fyrir dularfullri reynslu sem kemur í ljós eftir sex ár.
Ronald Mánason fæddist 16. júní.
JÚLÍ
Hélt áfram að sofa. Heimsótti aldavinkonu mína til Hveragerðis, Kristínu Bjarnadóttur. Fórum í sund. Ég hélt áfram að pæla í leikritinu mínu.
ÁGÚST
Byrjaði á bók um geðhvörf og alkóhólisma. Svaf. Sótti fundi hjá Slaa og Alanon. Reyndar allt sumarið.
Gerði gjörning á Akureyri sem aðstoðarmaður Vilborgar sem var með mér í skólanum. Heimsótti Anítu og Örnólf.
SEPTEMBER
Man ekkert, jú, Hart í bak, ég og Kolbrá fórum, hún segir ég eigi að skrifa leikrit.
Magnús Haukur kom, Unnur var sæt, Illugi kom líka. Hrafn var heima.
Hélt áfram með bókina, gekk upp og niður.
Jökull og Kristín bjóða mér að vera hjá sér í 2 mánuði í USA.
OKTÓBER
Unnur heklaði bætur á lopapeysuna mína.
Vann sporin í Slaa, sótti mikið fundi þar og í Alanon, leiddi fund á sextán ára afmælinu mínu 23. október.
NÓVEMBER
Flaug til Jökuls og Kristínar 5. nóvember. Sótti fótboltaleiki og sá hann skora af 55 metra færi.
Bókin rann áfram, tuttugu kaflar bættust við á mánuði.
Keanó kemur til þeirra, lítill maskaralegur hvolpur og grallari, talar mikið.
Ég sæki mikið AA fundi í Greensboro, byrja að skilja guð uppá nýtt.
Kynntist Ginu og Sam frá finnlandi og palestínu.
Ég fæ næstum maníueinkenni hjá þeim en tekst að tala um það og skrifa geðlækninum mínum Óttari Guðmundssyni, uppgötva hvað ég á erfitt með að treysta og taka á móti ást.
Ég skelf mikið. Ansi tilkomumikið. Meira en venjulega.
Fer ein út með hundinn Zizou.
DESEMBER
Jól og áramót. Fegurð og gleði.
Heimsóttum verndarsvæði Cherokee indíana í þrjá daga.
JÖKULL ÚTSKRIFAST. JÖKULL STÆRÐFRÆÐINGUR.
Ótrúlegt að sjá hann á pallinum í kuflinum.
Ugla birtist kvöldið áður. Its a sign!!!
Fer á dansiball hjá AA-samtökunum í Greensboro.
Heimsóttum Hanging Rock, Jökull þurfti að ýta mér upp fjallið.
Skil að ég þarf að elska sjálfa mig tilað lækna titringinn innra með mér.
Kristín kennir mér að ég þurfi ekki að vera með stöðugar leiksýningar tilað fá ást og viðurkenningu.
JANÚAR
Blogga að ég vilji frekar deyja en tengjast sjálfri mér. Annars fínt blogg um veitingahús.
Fór á geðdeild útaf þunglyndi í tíu daga. Fattaði þetta með frontinn.
PÚSSAÐI BORÐIÐ.
FEBRÚAR
Embla Karen fæðist 19. febrúar, ég dansa útá svölum, snjókorn, ég sé strax að barnið er flotaforingi. Embla er dóttir Ingunnar og Garps.
MARS
Byrja á leikritinu mínu, lokaverkefninu, held ég fái 9 fyrir það, fékk 6. Leikritið á rætur í gömlu leikriti og splúnkunýjum hugmyndum sem ég fékk á Írlandi.
Embla Karen skírð. E.K. einsog töfraamman.
APRÍL
Varð fimmtíu ára 16 apríl. Heljar mikil veisla í Iðnó. Fólk kom frá Vestmannaeyjum og Írlandi.
Dásamlegt opið hjarta. Flottar ræður, söngur, gjörningar og dans. 200 manns mættu. Gjafir og peningar handa tannlausa afmælisbarninu. Meiraðsegja mamma hélt ræðu. Kolbrá sló samt í gegn, Friðgeir og Daníel. Ég kom með gjörning. Dásamlegt kvöld, algjörlega breytti lífi mínu.
Öllum fannst gaman nema Lindu Vilhjálmsdóttur vinkonu minni.
MAÍ
Útskrift. Fléttaði mér fíflahala og var í hvítum kjól af ömmu einsog í afmælinu, Garpur, Ingunn og Embla voru viðstödd. Og pabbi held ég, allavega fór ég voða mikið uppúr þurru að hugsa til hans.
Frumsýndi leikritið mitt, Mundu töfrana, Örn Jónsson kom. Fékk maníueinkenni og fannst fuglasöngurinn vera skilaboð frá geimverum, ofkeyrði leikritinu, en samt svo dásamlegir krakkar sem léku það. Elísabet Ronalds vinkona mín vildi koma tvisvar.
Andrew Keene, írskur leikari kom. Tók þátt í leikritinu og gisti hjá mér.
Zizou kemur til sögunnar, töfrahundur Jökuls og Kristínar, getur sungið.
JÚNÍ
Svaf. Þriggja ára þreyta eftir skólann. Svaf. Flatey byrjaði að kalla á mig. Fór þangað og varð fyrir dularfullri reynslu sem kemur í ljós eftir sex ár.
Ronald Mánason fæddist 16. júní.
JÚLÍ
Hélt áfram að sofa. Heimsótti aldavinkonu mína til Hveragerðis, Kristínu Bjarnadóttur. Fórum í sund. Ég hélt áfram að pæla í leikritinu mínu.
ÁGÚST
Byrjaði á bók um geðhvörf og alkóhólisma. Svaf. Sótti fundi hjá Slaa og Alanon. Reyndar allt sumarið.
Gerði gjörning á Akureyri sem aðstoðarmaður Vilborgar sem var með mér í skólanum. Heimsótti Anítu og Örnólf.
SEPTEMBER
Man ekkert, jú, Hart í bak, ég og Kolbrá fórum, hún segir ég eigi að skrifa leikrit.
Magnús Haukur kom, Unnur var sæt, Illugi kom líka. Hrafn var heima.
Hélt áfram með bókina, gekk upp og niður.
Jökull og Kristín bjóða mér að vera hjá sér í 2 mánuði í USA.
OKTÓBER
Unnur heklaði bætur á lopapeysuna mína.
Vann sporin í Slaa, sótti mikið fundi þar og í Alanon, leiddi fund á sextán ára afmælinu mínu 23. október.
NÓVEMBER
Flaug til Jökuls og Kristínar 5. nóvember. Sótti fótboltaleiki og sá hann skora af 55 metra færi.
Bókin rann áfram, tuttugu kaflar bættust við á mánuði.
Keanó kemur til þeirra, lítill maskaralegur hvolpur og grallari, talar mikið.
Ég sæki mikið AA fundi í Greensboro, byrja að skilja guð uppá nýtt.
Kynntist Ginu og Sam frá finnlandi og palestínu.
Ég fæ næstum maníueinkenni hjá þeim en tekst að tala um það og skrifa geðlækninum mínum Óttari Guðmundssyni, uppgötva hvað ég á erfitt með að treysta og taka á móti ást.
Ég skelf mikið. Ansi tilkomumikið. Meira en venjulega.
Fer ein út með hundinn Zizou.
DESEMBER
Jól og áramót. Fegurð og gleði.
Heimsóttum verndarsvæði Cherokee indíana í þrjá daga.
JÖKULL ÚTSKRIFAST. JÖKULL STÆRÐFRÆÐINGUR.
Ótrúlegt að sjá hann á pallinum í kuflinum.
Ugla birtist kvöldið áður. Its a sign!!!
Fer á dansiball hjá AA-samtökunum í Greensboro.
Heimsóttum Hanging Rock, Jökull þurfti að ýta mér upp fjallið.
Skil að ég þarf að elska sjálfa mig tilað lækna titringinn innra með mér.
Kristín kennir mér að ég þurfi ekki að vera með stöðugar leiksýningar tilað fá ást og viðurkenningu.
Meira seinna.
Obamabrandari
já, það er ótrúlegt hvað hvíti maðurinn getur náð langt, jafnvel orðið forseti bandaríkjanna þótt hann sé pínulítið svartur.
heyrt frá conan o brian
heyrt frá conan o brian
01 janúar 2009
Gleðilegt ár
Elskurnar mínar nær og fjær á fjallvegum og nærliggjandi hamingju og gleði óskar Ella Stína öllum aðdáendum heimsveldisins.... vonir og óskir lifi og dafni, stjörnur skína, englar glitra,
takk fyrir gamla árið... 2008
við hafið undir stjörnuhimni er 2009 að skríða að landi.
og líka hér í Grænuborg hjá Stínu og Jökli og hundunum þeirra,
og úti á svölum sá ég Júpíter og tunglið,
og gleðina. Takk.
takk fyrir gamla árið... 2008
við hafið undir stjörnuhimni er 2009 að skríða að landi.
og líka hér í Grænuborg hjá Stínu og Jökli og hundunum þeirra,
og úti á svölum sá ég Júpíter og tunglið,
og gleðina. Takk.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)