02 janúar 2009

Annáll 2008 (I am working on it)

ROSAmerkilegt ár... förum aðeins yfir það....

JANÚAR

Blogga að ég vilji frekar deyja en tengjast sjálfri mér. Annars fínt blogg um veitingahús.

Fór á geðdeild útaf þunglyndi í tíu daga. Fattaði þetta með frontinn.

PÚSSAÐI BORÐIÐ. 


FEBRÚAR

Embla Karen fæðist 19. febrúar, ég dansa útá svölum, snjókorn, ég sé strax að barnið er flotaforingi. Embla er dóttir Ingunnar og Garps.

MARS

Byrja á leikritinu mínu, lokaverkefninu, held ég fái 9 fyrir það, fékk 6. Leikritið á rætur í gömlu leikriti og splúnkunýjum hugmyndum sem ég fékk á Írlandi.

Embla Karen skírð. E.K. einsog töfraamman.

APRÍL

Varð fimmtíu ára 16 apríl. Heljar mikil veisla í Iðnó. Fólk kom frá Vestmannaeyjum og Írlandi.
Dásamlegt opið hjarta. Flottar ræður, söngur, gjörningar og dans. 200 manns mættu. Gjafir og peningar handa tannlausa afmælisbarninu. Meiraðsegja mamma hélt ræðu. Kolbrá sló samt í gegn, Friðgeir og Daníel. Ég kom með gjörning. Dásamlegt kvöld, algjörlega breytti lífi mínu.
Öllum fannst gaman nema Lindu Vilhjálmsdóttur vinkonu minni.

MAÍ

Útskrift. Fléttaði mér fíflahala og var í hvítum kjól af ömmu einsog í afmælinu, Garpur, Ingunn og Embla voru viðstödd. Og pabbi held ég, allavega fór ég voða mikið uppúr þurru að hugsa til hans.

Frumsýndi leikritið mitt, Mundu töfrana, Örn Jónsson kom. Fékk maníueinkenni og fannst fuglasöngurinn vera skilaboð frá geimverum, ofkeyrði leikritinu, en samt svo dásamlegir krakkar sem léku það. Elísabet Ronalds vinkona mín vildi koma tvisvar.

Andrew Keene, írskur leikari kom. Tók þátt í leikritinu og gisti hjá mér.

Zizou kemur til sögunnar, töfrahundur Jökuls og Kristínar, getur sungið.

JÚNÍ

Svaf. Þriggja ára þreyta eftir skólann. Svaf. Flatey byrjaði að kalla á mig. Fór þangað og varð fyrir dularfullri reynslu sem kemur í ljós eftir sex ár.

Ronald Mánason fæddist 16. júní.

JÚLÍ

Hélt áfram að sofa. Heimsótti aldavinkonu mína til Hveragerðis, Kristínu Bjarnadóttur. Fórum í sund. Ég hélt áfram að pæla í leikritinu mínu.

ÁGÚST

Byrjaði á bók um geðhvörf og alkóhólisma. Svaf. Sótti fundi hjá Slaa og Alanon. Reyndar allt sumarið.

Gerði gjörning á Akureyri sem aðstoðarmaður Vilborgar sem var með mér í skólanum. Heimsótti Anítu og Örnólf.

SEPTEMBER

Man ekkert, jú, Hart í bak, ég og Kolbrá fórum, hún segir ég eigi að skrifa leikrit.

Magnús Haukur kom, Unnur var sæt, Illugi kom líka. Hrafn var heima.

Hélt áfram með bókina, gekk upp og niður.

Jökull og Kristín bjóða mér að vera hjá sér í 2 mánuði í USA.

OKTÓBER

Unnur heklaði bætur á lopapeysuna mína.

Vann sporin í Slaa, sótti mikið fundi þar og í Alanon, leiddi fund á sextán ára afmælinu mínu 23. október.

NÓVEMBER

Flaug til Jökuls og Kristínar 5. nóvember. Sótti fótboltaleiki og sá hann skora af 55 metra færi.

Bókin rann áfram, tuttugu kaflar bættust við á mánuði.

Keanó kemur til þeirra, lítill maskaralegur hvolpur og grallari, talar mikið.

Ég sæki mikið AA fundi í Greensboro, byrja að skilja guð uppá nýtt.

Kynntist Ginu og Sam frá finnlandi og palestínu.

Ég fæ næstum maníueinkenni hjá þeim en tekst að tala um það og skrifa geðlækninum mínum Óttari Guðmundssyni, uppgötva hvað ég á erfitt með að treysta og taka á móti ást.

Ég skelf mikið. Ansi tilkomumikið. Meira en venjulega.

Fer ein út með hundinn Zizou.

DESEMBER

Jól og áramót. Fegurð og gleði.

Heimsóttum verndarsvæði Cherokee indíana í þrjá daga.

JÖKULL ÚTSKRIFAST. JÖKULL STÆRÐFRÆÐINGUR.

Ótrúlegt að sjá hann á pallinum í kuflinum.

Ugla birtist kvöldið áður. Its a sign!!!

Fer á dansiball hjá AA-samtökunum í Greensboro.

Heimsóttum Hanging Rock, Jökull þurfti að ýta mér upp fjallið.

Skil að ég þarf að elska sjálfa mig tilað lækna titringinn innra með mér.

Kristín kennir mér að ég þurfi ekki að vera með stöðugar leiksýningar tilað fá ást og viðurkenningu. 

Meira seinna.

2 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Flottur annáll Blóm. Gaman að sjá hlutina svona í tímaröð og reglu.

Kemurðu ekki bráðum í netheimsókn :)

Ást og knús
Kristín

Nafnlaus sagði...

jú, ég er svo lítið ánetinu hér, en er á leiðinni heim á föstudag,

þú verður líka í annálnum,

ég er að vinna í þessu,

elísabet