05 september 2009

Saxófónninn

Hann breiddi úr teppinu
Opnaði nestiskörfuna
Blés í saxófóninn
Ég þurfti bara að vera sæt
Hann benti á Skjaldbreið
Og kýldi mig beint
Í andlitið sem var
Ekki lengur mitt
Ég hafði heldur ekki trúað
Að þetta væri mitt andlit
Ég var alltaf að reyna
Að sýna heiminum það.
Eða hvort ég reyndi
Að fela það fyrir heiminum
Eða fela heiminn
Sýna heiminn
Það var bara aldrei
Friður.

Svo það var gott
Að staðfesta það
Meðan blóðið lak
Niður Skjaldbreið
Marinn og bláan.

Og nestiskarfan tóm
Dúkurinn í kuðli
Saxófónninn,
Hvaða saxófónn.
Auðvitað, það er alltaf
Saxófónn.

Engin ummæli: