23 nóvember 2009

Kærleikssambandið

Byrjaði aftur í dag... ég steikti folaldasnitsel handa mér með kartöflum frá Kolbrá, fór í bankann og á pósthúsið, hvortveggja mjög kærleiksríkt, ég hafði smá leikhús á pósthúsinu, hitti 2 rithöfunda Kristínu Ómars og Bjarna Bjarnason sem sýndu mér bækurnar sínar, fékk pening í bankanum, póstaði Aðalheiði, keypti símakort, hef ekki getað það í svona mánuð, hmmmm, getur það verið, ekki nógu kærleiksríkt! Fékk vatn á pósthúsinu, hringdi í lækninn, pantaði tíma, fékk tíma, hitti Friðgeir í bókabúðinni og Þórlind mjög gaman alltsaman og kærleiksríkt, hafði þar á undan sýnt mér alveg sérstakan kærleika og keypt mjólk, banana, perur, djús, abmjólk í búðinni, fékk poka, labbaði í bæinn, man ekki eftir að hafa séð kött, með rauða hanska, töskuna mína og í írsku úlpunni, leðurstígvélum, fín, sá kirkjugarðinn, suðurgötuna, stóra rauða húsið, stóra rauða húsið, stóra rauða húsið, skerandi sól, blindsól, ætlaði í prentsmiðju en komst að því að hún var í garðabæ....!! Engin prentsmiðja í miðbænum, hvað er að gerast. Hvar er kærleikurinn? Hringdi í synina. Góð. Vilborg kom í heimsókn, gaf henni te úr töfrakatlinum í stóra rauða húsinu, við töluðum og töluðum, góður dagur og kærleiksríkur, ég hugsaði um að gefa ekkert út, gefa ekki út, svo lagði ég mig og hugsaði, nei.... þetta er hjá guði, ég meika ekki að skrifa um þetta, en ég er búin að vera í útgáfukrísu. Kannski kemur einhver og slítur af mér handritið og setur það í prentsmiðju, aha ekki kærleiksríkt, svo ég bað fyrir þessu, dimmt, ein stjarna, símtöl, bað, sápubað, vatn, leggja sig í sófanum, allt svo kósí hjá mér, lífið svo dásamlegt vinir mínir.

Engin ummæli: