10 nóvember 2009

Við hvern er ég að tala?

Ég treysti engum og enginn getur hjálpað mér og ég má ekki segja frá. Ég veit ekki hverju ég má ekki segja frá, ég er búin að gleyma því, það er eitthvað. Og enginn getur hjálpað mér því ég er svo rosalega spes og á svo rosalega bágt og er að sjóða egg og það skammdegi úti. En afhverju treysti ég engum, afhverju er ég að setja það á bloggið mitt, ef ég treysti engum, á örugglega eftir að stroka þetta út en sá sem engum treystir, hann deyr á ísnum. Eða ísnum, hann deyr inní sér, tærist upp og deyr, - deyr inní sér, fer í hringi inní sér, ég er með flökt, ég er svo þreytt, af því ég treysti engum, segi þetta við þennan og hitt við hinn og held að enginn elski mig en segist bara gera það. Spennandi, mig langar í mjólk. Og hvað er þetta sem enginn má vita, - að ég er á leiðinni út.

Ég ætla ekki að hanga inni lengur yfir þessari konu sem starir á vegginn, starir á gulan vegginn og er endalaust inní svefnherbergi og alltaf að skamma mig og alltaf að hafa áhyggjur af mér, og alltaf að toga í mig og alltaf að stjórna mér af því hún er svo hrædd um mig.

Hún getur orðið eftir inni. Ég kann ekkert á hlutina, ég blanda saman vatni og rafmagni, og er með bók undir hendinni sem heitir MYSELF í staðinn fyrir að bókin heiti MY MOTHER MY SELF.

Þetta kemur örugglega núna af því ég er búin að skrifa heilt handrit umað vera upptekin af föðurnum tilað fela hvað.... móðurina. Maður verður að treysta foreldrum sínum eða foreldrum sínum inní sér, við hvern er ég að tala?

2 ummæli:

Júlíana Sveinsdóttir sagði...

Ég var rétt í þessu að uppgötva þetta blogg og þvílík færsla..
ég veit heldur ekki afhverju ég má ekki segja frá, en er löngu búin að gleyma leyndóinu.. ég hef oft haldið eitthvað sem reynist svo vera allt annað en ég hélt að það væri og það er svo skrítið og það virðist annað hvort auka eða taka traustið...

Nafnlaus sagði...

takk elsku Júlíana, gaman að heyra í þér, tell the secret...

ekj